Frú Rotta á svölunum!

júní 1, 2007 § 3 athugasemdir

Nágranninn minn var að banka hjá mér, rétt í þessu, og segja mér að það væri rotta á svölunum hjá mér og að hún væri að reyna komast inn um gluggann á svefnherberginu mínu. Fyrst horfði ég á hana eins og hún væri eitthvað skrítin, alveg viss um að ég væri að misskilja hana (hún tala ekki ísl. og mjög litla ensku). Þanni er mál með vexti að Birkir fór með alla ormana í sund og ég er bara home alone og ekki séns að ég þori að fara að eiga við frú Rottu. Sem greinilega er ólm í að komast inn og tala við mig. Þannig að ég er bara búin að loka og læsa öllum gluggum og hurðum og bíð spennt eftir að Birkir komi heim og bjargi mér.

Þegar ég var lítil átti Lotta (konan hans pabba) rottu sem gæludýr. Henni hafði verið gefin rottan í afmælisgjöf og fékk þær leiðbeiningar að rottan væri frábært gæludýr, svo lengi sem að hún fengi ekki kjöt. Alla vegana þá komst Rottan á endanum í kjöt og í kjölfarið varð hún frekar brjál. Þetta endaði alla vegana með því að hún beit mig í hendina, og ég ber þess ennþá merki. Reyndar bara pínulítið ör, en það er aukaatriði. Mér er ekki vel við rottur og ég ætla ekki að hitta Frú Rottu sem bíður mín á svölunum.

Það sem mig langar að vita er, hvernig kemstu rotta upp á svalirnar mínar? Geta þær klifrað upp veggi? úff… ég á aldrei eftir að þora að hafa opið út á svalir eftir þetta.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Frú Rotta á svölunum!

  • Stebbi ;D skrifar:

    Hahahahaha, fékk mig til að hlæja 🙂

  • Þuríður skrifar:

    HAhahaha mig líka!! En ojbara, hvernig komst hún þangað, skil þetta ekki!!!

  • ulfrun skrifar:

    Nei ég skil þetta ekki heldur. Spurnig hvort að einhverjum sé illa við mig og hafi komið henni fyrir á svölunum hjá mér. Eða hvort að þær séu farnar að stökkbreytast og séu farnar að geta klifrað upp veggi. Er að spá í að hringja í meindýraeyði og spyrja hann aðeins út í þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Frú Rotta á svölunum! at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: