Endalok Frú Rottu

júní 4, 2007 § 3 athugasemdir

Í síðustu færslu sagði ég að Frú Rotta hefði dottið fram af svölunum og dáið. Hún datt fram af svölunum en hún dó víst ekki alveg. Þegar Birkir kom heim sá hann að hún var bara slösuð og engdist um af kvölum. Eftir að hafa fylgst með henni dágóða stund gat Birkir ekki horft upp á þetta lengur og fór út og endaði líf Frú Rottu.

Á laugardaginn skelltum við okkur út að hjóla með börnin. Hjóluðum niður í bæ og nutum góða veðursins. Alveg ótrúlegt hvað hún Katrín Nótt nýtur þess að hjóla með mömmsu sinni. Ísar Máni er líka algjör hjólahetja. Þeytist um allt eins og eldibrandur.

Um kvöldið skelltum við B okkur svo til Tránu í ferlega fínt teiti. Að því loknu fórum við svo á Nasa á 10 ára afmæli CCP. Það var vægast sagt sérstök samkoma, eða öllu heldur sérstök samsettning fólks. Hitti líka Óla, Dagnýju og fleira skemmtilegt fólk. Þetta var með öllu skemmtilegt kvöld.

Dagurinn eftir einkenndist hins vegar af mikilli þynnku og pirringi. Hægt að segja að maður hafi ekki beint staðið sig í móðurhlutverkinu þann daginn.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Endalok Frú Rottu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Endalok Frú Rottu at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: