júní 11, 2007 § 4 athugasemdir

Jæja, þá er helgin búin og ég er ekki búin að líta í bók alla helgina. Ég er hins vegar búin að vera ferlega dugleg og stillt. Fór ekkert á djammið og búin að eyða fullt af tíma með fjölskyldunni. Fór í sund fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag, mikið er gott að fara í sund. Á laugardaginn kom hún Ísabel litla vinkona okkar með okkur í sund.Það er alltaf gaman að hafa hana með 🙂 Mér finnst pínu eins og ég eigi tvíbura þegar ég er með Ísar og Ísabel saman. Þau eru nánast jafngömul og frekar mikill svipur með þeim. Ferlega miklar dúllur. Á sunnudaginn fórum við svo í gönguferð í Heiðmörk. Katrín virðist ætla verða jafnmikill göngugarpur og systir sín. Arkaði um allt galvösk. Ég komst líka alveg í göngugírinn og ætla reyna vera rosa dúgleg að labba í sumar. Er að velta því fyrir mér hvort að það væri ekki gaman að reyna smala í hópferð á Esjuna e-h tíman bráðum. Jafnvel þar næstu helgi. Ég á afmæli á fimmtudeginum og væri alveg til í að fara í göngu með gott nesti, til að halda upp á afmælið, í staðinn fyrir að halda einhverja veislu. Einhver til í afmælisgöngu á Esjuna?

Skelltum okkur á Sjávarbarinn í gærkveldi. Verð að segja að mér finnst þetta frábær viðbót við veitingarhúsaflóruna. Þarna geta fiskunnendur fengið gæðafisk án þess að fara á hausinn.

Á föstudaginn næsta er svo 4 ára afmæli hjá Grapevine og á laug, eru tvær útskriftir og fertugsafmæli á dagskrá. Þannig að það er ólíklegt að maður verði alveg jafn stilltur og næstu helgi.

Auglýsingar

§ 4 Responses to

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: