Datt beint á andlitið

júní 12, 2007 § Ein athugasemd

Dagurinn byrjaði svo rosalega vel. Við Katrín vorum bara tvær að dunda okkur og búa okkur undir að hjóla af stað, þegar litla snúllan dettur fram af eldhúsinnréttingunni. Hún datt beint á andlitið á flísarnar og fór svo í kollnís. Rosalega varð ég hrædd! Held að ég hafi sjaldan orðið eins hrædd. Svo lá hún bara hreyfingalaus í nokkrar sekúndur, þetta voru hrikalega langar sekúndur. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að hringja í sjúkrabíl eða Birki. Eftir smá stund rak hún upp heljarinnar org, þannig að ég ákvað að hringja í Birki. Ég þorði ekki öðru en að láta kíkja á hana snúlluna. Hún var sem betur fer ekkert mikið slösuð. Hún er pínu pirruð en það sérst voða lítið á henni. Þessir litlu ormar eru ótrúlega sterkir.

Eftir heimsókn á slysó ákvað ég bara að taka því rólega með snúllunni í dag. Er því ekki búin að líta á verkefnið mitt í dag. Fínt að fá smá frí 🙂 Ég fór reyndar á smá fund hjá Umhverfissviði til að spjalla um meistarverkefnið mitt. Sá fundur fór bara nokkuð vel og ég hlakka mikið til að fara vinna í verkefninu.

Auglýsingar

§ One Response to Datt beint á andlitið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Datt beint á andlitið at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: