Hugsanlegur ebay fíkill?

júní 14, 2007 § 3 athugasemdir

Var að kaupa mína fyrstu skó á ebay. Rauðbrún leðurstígvél. Rosalega fannst mér þetta skemmtilegt. Get alveg skilið spilafíkla. Þrátt fyrir að þetta séu stígvél sem ég veit ekki einu sinni hvort að ég eigi eftir að fíla eða hvað þá passa í, þá var mér mikið í mun að vinna uppboðið á þeim. Síðasta klukkutíman kíkti ég á fimm mínútna fresti til að sjá hvort að ég væri ekki alveg örugglega að vinna uppboðið og í hvert sinn sem að ég sá að ég var að vinna, fékk ég smá „kikk“. Svo þegar ég sá að ég hafði unnið, þá kom stóra gleði „kikkið“….nei, ég hef engar stórar áhyggjur af því að verða spilafíkill, en allt í einu skildi ég þá sem þjást af spennufíkn. Hlakka mikið til að fá skóna í hús og sjá hvað ég var að kaupa.

Ætla mér ekki að sitja lengi við tölvuna í dag, heldur skella mér á kaffihús með Sessu Lundarbúa. Ferlega langt síðan við hittumst, þannig að ég efast ekki um að við höfum heilan helling að spjalla um.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Hugsanlegur ebay fíkill?

 • Óli skrifar:

  Fíknin er þarna, sterk!!! Spurning um meðíferð í Selá

 • Freyja skrifar:

  Er aðeins búin að kíkja á skóna á ebay. Þetta tekur engan smá tíma, það er svo mikið til. En hvernig er þetta með gjöldin sem leggjast á, tollar og sendingarvesen??

  Langar í nýja skó…

 • ulfrun skrifar:

  Freyja: Tollurinn er alveg slatti þegar maður býr á Íslandi. Þegar ég bjó í Sverige var ég rosalega dugleg að panta allt mögulegt á netinu, þar er ekki svona tolla vesen eins og hér, reikna með að það sé eitthvað svipað í Norge. Annars er best að gera sér einhverja hugmynd um hvað maður vill, áður en maður byrjar að leita á ebay. Velja skóstærð, stígvél og hæð á hælnum, þá er þetta strax viðráðanlegra.

  Óli: já, spurning hvort að það sé málið…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hugsanlegur ebay fíkill? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: