Góð, en erilsöm helgi!

júní 18, 2007 § Ein athugasemd

Þá er kominn mánudagur aftur. Þetta var ferlega skemmtileg en mjög erilsöm helgi. Við byrjuðum helgina á góðu tjútti á föstudeginum. 4 ára afmæli Grapevine var haldið með pompi og prakt á Hressó. Þar var boðið upp á frítt áfengi, dýrindis grillmat og ágætis tónlist með. Kvöldið heppnaðist bara mjög vel, fyrir utan að fría áfengið setti alveg strik í reikninginn hjá mér :/ Drakk einhverja bölvaða ávaxtardrykki sem fóru beint í hausinn á mér:/ Eftir Hressó skelltum við okkur á Boston með Völu, Halla, Sessu, Ragga og Grapevine liði. Það var ferlega gaman, Boston stendur fyrir sínu!

Á laugardeginum var stíf dagskrá. Þrjár útskriftir og tvö afmæli. Byrjuðum hjá Rebbu, þar sem hún tók á móti okkur í stórglæsilegum kjól. Var alveg eins og prinsessa 🙂 Kevin hafði svo verið með yfirumsjón með matnum og hann var þvílíkt góður. Eftir Rebbu var farið til Erlu á Q bar. Þar hitti ég fullt af fóli sem að ég hef ekki hitt lengi, mjög gaman. Ljómandi veitingar og frábær stemmning. Eftir Erlu veislu var haldið til Guðnýjar. Það var sko alvöru partý. Frábær matur, fullt af skemmtilegu fólki og síðast en ekki síst stórkosleg dansatriði með Guðnýju og Hlyn bróuður hennar. Þeim til mikillar gleði, náði ég einum af dansinum á video, spurning um að draga það upp í brúðkaupinu í ágúst.

17.júní var eins og venjulega, erfiður, fullur af sykri, fólki og gasblöðrum. Get ekki sagt að ég haldi upp á þennan blessaða þjóðhátíðardag. Eins og ég hélt nú mikið upp á hann þegar ég var yngri.

Auglýsingar

§ One Response to Góð, en erilsöm helgi!

  • Vala skrifar:

    Þetta var rosaleg helgi! En snilldin ein að þú náðir þeim á video, sýnum það í brúðkaupinu og látum þau svo taka dansinn live;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Góð, en erilsöm helgi! at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: