Yndisleg stelpa

júní 18, 2007 § 3 athugasemdir

Mikið svakalega geta þessir ormar verið yndislegir. Á miðvikudaginn ætlar hún Diljá mín að stinga af í sveitina með ömmu Dittu og vera alveg fram að ættarmótinu sem haldið verður fyrir vestan í lok mánaðarins. En í fyrradag áttaði hún Diljá sig á því að ef hún færi þá myndi hún missa af afmælinu mínu. Ég reyndi að útskýra að ég myndi ekki halda neitt sérstaklega upp á það og að hún væri sko ekki að missa af miklu. Diljá hlustaði ekkert á það og var hörð á því að sleppa því bara að fara. Þannig að við ákváðum bara að halda smá afmæli í dag. Við héldum lítið afmæli, við fjölskyldan. Bökuðum köku og höfðum smá kósý. Diljá veit hvað afmælið skiptir mig miklu máli. Þannig að hún var búin að vera leggja fyrir pening, bara til að geta keypt einhverja gjöf handa mér. Svo í kvöld gaf hún mér þessa fínu gjöf sem mig langaði einmitt í. Hún gaf mér bókina Endalaus orka Mig er lengi búið að langaí þess bók og ég hlakka mikið til að fara spreyta mig á 200 uppskriftunum sem leynast í henni. Takk Diljáin mín! Þú ert sko langbestust!

Auglýsingar

§ 3 Responses to Yndisleg stelpa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Yndisleg stelpa at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: