Góður ammlisdagur

júní 22, 2007 § Ein athugasemd

Undanfarin ár hef ég alltaf fengið hálfgerðan kvíðahnút í magan, rétt fyrir afmælið mitt. Ekki af því að ég sé kvíðin fyrir að eldast, langt í frá. Heldur er ég svo kvíðin vegna þess að ég er svo hrædd um að þetta verði slæmur afmælisdagur. Einhverra hluta vegna er ég alltaf búin að gera mér einhverjar rosalegar væntingar til afmælisdagsins, sem oftast nær standa ekki undir sér. Ég hélt að þetta myndi minka með árunum, en þetta hefur aukist ef eitthvað er. Á fimmtudgaskvöldið sat ég því heima með fullan poka af nammi í einhverri leiðinda sjálfsvorkun að búa mig undir misheppnaðan afmælisdag (klikkuð!?). Þegar ég var að verða hálfnuð með nammipokann, og komin með hálfgerðan viðbjóð af öllu þessu nammiáti, ákvað ég að nú væri komið nóg. Ég yrði að hætta að gera svona mikið úr þessu, hætta vera með svona miklar væntingar og hætta ákveða fyrirfram að dagurinn yrði misheppnaður.

Á ammlisdaginn vaknaði ég svo bara hin sáttasta, tilbúin að takast á við daginn og njóta hans. Og viti menn, þetta var alveg frábær dagur. Það var engin sérstök dagskrá, engin stór veisla bara góður dagur. Byrjuðum daginn á Gráa kettinum með Ísar og Huldu, þar sem ég fékk rosa fína ammlisgjöf frá þeim. Eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að læra fór ég í bæjinn með Ísari Mána mínum, að kaupa takkaskó og legghlífar. Það er sko fótboltamót framundan hjá prinsinum. Svo kom Birkir og sótti okkur og var með þennan rosa flotta pakka, þakinn rósum 🙂 Í honum leyndist drauma safapressa, sem mig er lengi búið að langa í. Eftir kvöldmat fórum við svo bara í kvöldsund í kvöldsólinni. Þetta var ferlega góður ammlisdagur, án væntinga og vonbrigða.

Auglýsingar

§ One Response to Góður ammlisdagur

  • Sessa skrifar:

    Frábært að heyra að þú áttir góðan dag! þú átt það svo skilið

    Innilega til hamingju með afmælið kæra vinkona.

    Knús, Sessa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Góður ammlisdagur at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: