Hugleiðingar

júní 26, 2007 § 3 athugasemdir

Í kringum tímamót, eins og afmæli, finnst mér voða gaman að hugleiða hvað ég hef afrekað eða gert sem mér finnst eftirminnilegt og skemmtilegt. Fyrir síðasta afmæli gerði ég einmitt þetta. Ég varð bara nokkuð sátt við það sem ég hafði komið í verk á þeim 27 árum sem ég hef lifað. Eignast þrjú frábær börn, náð mér í BS gráðu og byrjuð í MS námi, prófað að flytja út í nám, keypt mér íbúð og gert hana upp að miklu leyti, farið í rómantíska ferð til NY (mjög sátt við það), farið á Hróaskeldu, prófað að vera í heimavistarskóla (mæli með því), farið í djammferðir með vinkonunum (þarf að gera meira af því), farið til Dómeníska Lýðveldisins (þarf að gera það aftur) og fullt fleira. Þegar ég er búin að hugleiða hvað ég er búin að gera, spái ég í hvað mig langar að gera á komandi árum eða ári. Á afmælinu mínu í ár, ákvað ég að það væru tveir hlutir sem mig langaði helst að gera fyrir það fyrsta að læra eitthvað nýtt, eins og að spila á hljóðfæri, syngja eða jafnvel að dansa salsa eða eitthvað annað skemmtilegt. Þannig að áður en ég verð 28 ára ætla ég að vera búin að fara á námskeið og læra eitthvað nýtt 😉 Seinna markmiðið mitt var að ganga á Esjuna, ekki hægt að vera þekktur fyrir að hafa ekki gengið Esjuna. Þessu markmiði náði ég á sunnudaginn síðasta.

img_6909.jpg

Við Birkir gengum Esjuna í þessu líka frábæra veðri. Ég verð að segja að ég var pínu lofthrædd þegar við vorum að príla síðasta spölinn. Þetta var alveg frábær upplifun og ég er alveg til í að endurtaka þetta við tækifæri, jafnvel áður en ég verð 28 ára.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Hugleiðingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hugleiðingar at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: