Lögð af stað í leiðangur

júní 29, 2007 § Færðu inn athugasemd

Erum að leggja af stað í ferðalag. Áfangastaðirnir eru Patreksfjörður og Tálknafjörður. Á Tálknó verður haldið á ættarmót á morgun, hlakka mikið, hef aldrei farið á ættarmót áður. Gaman að sjá hverjir eru skyldir manni, þetta er svo lítið land að það er ekki ólíklegt að maður hafi hitt eitthvað af þessu fólki áður, án þess þó að hafa vitað um skyldleikann. Síðan ætlum við að vera pínu í húsinu hjá mömmu á Patró. Hún á þar heljarinnar hús sem að hún er að gera upp. Mamma og Dilljá eru búnar að vinna hörðum höndum í húsinu, síðastliðnar tvær vikur. Verður gaman að hitta Diljáina mína, ekki frá því að við séum öll komin með hálfgerð fráhvarfseinkenni. Söknum hennar voða mikið. Ísar Máni þó mest, held ég. Um daginn hringdi hann í hana, alveg miður sín, að segja henni hvað hann saknaði hennar. Svo endaði hann símtalið á „veistu systa, ég bara get ekkert án þín gert“, með tárin í augunum. Algjör snúlli.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Lögð af stað í leiðangur at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: