Breytir engu þó að ég farist úr stressi…

júlí 2, 2007 § 2 athugasemdir

Þá erum við komin heim eftir ferlega góða ferðahelgi. Frekari ferðasaga kemur síðar.

Um helgina spjallaði ég við konu frænda míns. Hún var að segja mér aðeins frá því þegar hún fór í kjálkaaðgerðina sína. Hún hafði frétt af því að ég væri að fara í kjálkaaðgerð og vildi segja mér frá sinni reynslu. Hennar reynsla var því miður ekki góð. Hún benti mér á að fá álit frá fleiri sérfræðingum, áður en ég læt verða af þessu, sérstaklega í ljósi þess að ég er hjá sama sérfræðingi og framkvæmdi aðgerðina á henni (sem fór ekki alveg nógu vel). Eftir að ég talaði við hana er ég mikið búin að spá í þessu og reyna lesa mér til um aðgerðina og reynslu fólks. Hún virðist hafa verið einstaklega óheppin, en það breytir því ekki að það er gott að hafa í huga hvað getur farið úrskeiðis í þessari aðgerð og hvaða fylgikvilla hún getur haft í för með sér. Flestir sem ég hef talað við, sem hafa farið í svona aðgerð, eru mjög sáttir. Algengasti fylgikvillinn virðist vera, að fólk verði dofið í vörinni eftir aðgerðina. Sumir eru dofnir í einhvern tíma en aðrir verða dofnir það sem eftir er.
Nú þegar tannlæknirinn minn er farinn að tala um að það styttist í aðgerðina hjá mér og að það sé í mesta lagi ár í aðgerðina, er ég farin að vera smeyk og ég er farin að átta mig á því að það er ekki aftur snúið. Ég er að fara í þessa aðgerð og ég verð bara að takast á við það. Þannig að ég ætla að reyna lesa mér til um þetta eins og ég get, fá álit frá fleiri sérfræðingum, tala við fleiri sem hafa farið í þessa aðgerð og svo er það bara æðruleysið. Því það mun ekki breyta neinu eða bæta neitt þó ég verði með hnút í maganum, af hræðslu, eða fari yfirum af stressi.

Auglýsingar

§ 2 Responses to Breytir engu þó að ég farist úr stressi…

  • Dagný skrifar:

    Ég skil þig vel að vera nervus yfir þessu því mikið er í húfi og svona er alltaf séns. Maður hefur líka heyrt um fólk sem missir samband við þessa taug (sem liggur þvert undir framtennurnar í neðri góm) eftir misheppnaða endajaxlatöku. Ég var mjög heppin að sleppa við það á sínum tíma því ræturnar voru víst all over the place. En það fór allt vel. Þetta er bara eins og með fæðingarnar, maður heyrir allar verstu sögurnar um konurnar sem rifna frá rassi upp að nafla…

  • ulfrun skrifar:

    Já, það er satt. Man þegar ég var ólétt af Diljá, þá fékk ég að heyra svo rosalega margar slæmar fæðingarsögur. Ég var dauðhrædd við að eiga og alveg viss um að eitthvað færi úrskeiðis.
    Fólk man alltaf slæmu sögurnar einhverra hluta vegna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Breytir engu þó að ég farist úr stressi… at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: