hvernig sleppir maður takinu…

júlí 6, 2007 § Ein athugasemd

Af og til skjóta þessir bölvuðu draugar upp kollinum og rugla mig alveg… Fyrir tæpum tveimur árum síðan gékk ég í gegnum alveg ferlega erfiða hluti. Hluti sem settu mig alveg úr jafnvægi á öllum sviðum. Síðan þá hef ég verið að byggja sjálfa mig upp í von um að orðatiltækið „það sem drepur mann ekki, gerir mann sterkari“, eigi við í þetta sinn. Að mörgu leyti á það við, því ég mun sterkari á mörgum sviðum, en ég var áður fyrr. Þó að það takist ekki alltaf, þá tekst mér mun oftar að setja mig í fyrsta sæti og hef meiri trú á því sem að ég er að gera. Flesta daga tekst mig að hugsa ekki um þessa erfiðu tima, en svo koma líka dagar…erfiðir dagar þar sem þessir bölvuðu draugar skjóta upp kollinum og rugla mig alveg. Þegar þetta gerist tapa ég öllum áttum, ég geri engan greinamun á því hvað er bara í hausnum á mér og hvað er raunverulegt. Ég átta mig á því að þetta sé eðlilegt að hluta til, þar sem að ég þarf að vinna úr þessu og það er ferli sem tekur tíma. En nú er ég bara orðin svo þreytt á þessu, ég er svo þreytt á því að eitthvað sem gerðist fyrir bráðum tveimur árum geti stjórnað minni líðan og mínu lífi bara eins og það leggur sig. Það sem gerir mig sjálfsagt mest pirraða er að athafnir annarra, sem að ég hafði ekkert með að gera, geti haft svona mikil áhrif á mig. Ég er líka svo þreytt á því að hafa enga stjórn á því hvenær þessir blessuðu draugar hrella mig…ég verð að læra að sleppa takinu á þessu, get ekki látið þetta halda áfram að stýra mínu lífi…en hvernig sleppir maður takinu…

Auglýsingar

§ One Response to hvernig sleppir maður takinu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading hvernig sleppir maður takinu… at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: