Tveir bikarar og útihátíðarstemmning

júlí 15, 2007 § Ein athugasemd

img_6923.jpg

„Koma Valur, stolt Reykjavíkur…“ Nú er ég búin að söngla þetta stanslaust síðan á föstudag. Diljá og stelpurnar í 6.flokki Vals, stóðu sig vægast sagt eins og hetjur á símamótinu. Þær tóku þetta í nefið! Þegar ég mætti á laugardeginum fór Diljá að segja mér frá deginum sínum og svo sagði hún allt í einu og glotti. „já, og mamma svo fengum við okkur bara einn bikar í morgunsárið“. Þá höfðu þær stöllurnar unnið Hraðmótið, sem var haldið um morguninn. Þær unnu svo símamótið með glæsibrag. Þær tók því tvo bikara heim með sér á Hlíðarenda.

Þó að ég hafi eytt mest allri helginni í grasinu fyrir utan Fífuna að horfa á fótboltaskvísurnar, gaf ég mér tíma til að kíkja í kveðjuteitið hennar Bjargar. Það var vel heppnað stelputeiti, sem endaði með því að við skelltum okkur í bæjinn. Í bænum lentum við í ótrúlega skemmtilegri stemmningu á planinu milli Ölstofunnar og Vegamóta. Þar var fólk í góðu stuði að njóta góða veðursins. Þetta var hálfgerð útihátíðarstemmning. Mér finnst eins og að eftir að reykingarbannið hófst, þá myndast alltaf svona skemmtileg útihátíðarstemmning á götum borgarinna á nóttinni.

Auglýsingar

§ One Response to Tveir bikarar og útihátíðarstemmning

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Tveir bikarar og útihátíðarstemmning at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: