5 ára afmælisprins

ágúst 15, 2007 § 2 athugasemdir

Í gær varð uppáhalds prinsinn minn 5 ára! Í tilefni þess var haldið afmæli fyrir alla ormana á deildinni hans. Ég ætlaði bara að halda afmæli fyrir nokkra vini, en hann var svo spenntur yfir afmælinu að hann bauð öllum á deildinni. Afmælið heppnaðist bara ótrúlega vel. Fengum frábært veður þannig að við grilluðum pylsur fyrir liðið á meðan ormarnir léku sér á trampolíninu og í fótbolta. Ísar fékk rosalega mikið af fínum gjöfum, hjól, hjálm, línuskauta, sjónvarp og fullt af dóti.

Á menningarnótt verður svo afmæli fyrir vini og ættingja. Þetta verður svona opið afmælis-vöffluhús, allir velkomnir. Byrjar um 15 og verður fram eftir kvöldi. Þannig að fólk getur skellt sér á tónleikana á túninu og kíkt svo á okkur, eða byrjað hjá okkur og farið svo á tónleikana. Bara eins og hver og einn vill hafa þetta. Okkur finnst alveg frábært þegar það eru haldnir tónleikar á túninu, þannig að okkur fannst sniðugt að nýta tækifæri og halda afmæli sama dag. Gestir geta líka alveg hlustað á tónleikana á svölunum hjá okkur.

Þannig allir í afmælis-vöfflukaffi hjá okkur á Menningarnótt (18.ágúst)! Myndi ekki mæta á bíl, ólíklegt að það verði laus stæði.

Auglýsingar

§ 2 Responses to 5 ára afmælisprins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading 5 ára afmælisprins at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: