Ég hefði líka öskrað af lífs og sálar kröftum…

september 3, 2007 § 4 athugasemdir

Í nótt vaknaði ég við að Ísar Máni öskraði hærra en ég hef nokkru sinni heyrt hann öskra og ég heyrði að hann var dauðhræddur. Ég stökk því á fætur og inn á bað, þar sem að Birkir var staddur með Diljá og Ísar. Ísar minn reyndi svo að útskýra, í gegnum tárin, hvað hafði gerst. Það hafði geitungur stungið þau bæði. „..og mamma, það var ÓGEÐSLEGA sárt!“ Diljá hafði fyrst verið stungin, án þess að vita hvað hefði stungið hana. Hún hafði komið fram og deilt þessu með Birki, sem sagði henni bara að fara sofa aftur. Stuttu seinna hafði svo Ísar verið stunginn og byrjaði því að orga. Þegar B kom inn í herbergi, til að gá hvað amaði að honum, sat þessi ógurlegi geitungur á fætinum á Ísari. Litla skinnið hann Ísar minn, hann var svo hræddur. Ég held að það sem hafi hrætt hann mest, hafi verið að sjá geitunginn stinga sig. Úfff….ég hefði líka öskrað af lífs og sálar kröftum.

Auglýsingar

§ 4 Responses to Ég hefði líka öskrað af lífs og sálar kröftum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Ég hefði líka öskrað af lífs og sálar kröftum… at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: