Erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn?

september 6, 2007 § 3 athugasemdir

Einhvern tíman las ég viðtal við eitthvað ungt par, þar sem að þau voru spurð hvað hefði komið þeim mest á óvart þegar þau fóru að búa saman. Þau sögðu að það sem hefði komið þeim mest á óvart var hversu erfitt það var að ákveða alltaf hvað ætti að vera í matinn. Þegar ég las viðtalið, hugsaði ég strax að það hlýti nú að vera eitthvað erfiðara en að ákveða hvað ætti að vera í matinn. Undanfarið hef ég hins vegar orðið meira og meira sammála þessu unga pari. Hrikalega getur verið erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn. Stundum reynum við þá aðferð að fara bara í búðina og sjá til hvað okkur langar í. Úff…mæli sko alls ekki með þeirri aðferð. Við endum alltaf með fulla poka af dóti sem að okkur vantaði ekki neitt og engan kvöldmat.

Um daginn var mér hins vegar bent á ferlega sniðuga heimasíðu sem hefur dregið þó nokkuð úr þessum vanda mínum. Þetta er heimasíðan „Hvað er í matinn?“ Mæli eindregið með því að þið kíkið á síðuna, ef þið eigið erfitt með að ákveða hvað á að vera í matinn.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn?

  • Þuríður skrifar:

    He he, ég man þegar ég var lítil og ma og pa voru alltaf af spyrja hvað þau ættu að hafa í matinn. Ég og Bogi vorum orðin hundleið á þessu og ég held að ma og pa hafi sjaldan verið ánægðri en þegar Maja var í pössun, he he og Maja í skýjunum yfir að ráða matseðli heimilisins 🙂

  • Karen P. skrifar:

    Mjög sniðug síða, ég ætla að muna eftir henni!

  • Birkir Fjalar skrifar:

    ég renni blint í sjóinn þegar ég elda. Ég fer bara í tranns. Það er svakalegt. Svo er ég á tillanum og loka augunum og tel upp í sjö. Þá fer allt í gang og maturinn verður svæsinn en góður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: