Virka ekki vel í óvissu

september 26, 2007 § Ein athugasemd

Síðustu dagar eru búnir að vera frekar…ja, ég veit ekki alveg hvað þeir eru búnir að vera, en ég veit að ég er búin að vera allt of stressuð yfir allt of mörgum hlutum. Fyrir einni og hálfri viku tókum við ákvörðun um að bjóða í rosa fína eign. Þetta er algjör draumaeign fyrir svona stóra fjölskyldu eins og okkur. En hún kostar líka sitt. Ég byrjaði á því að spjalla við bankann og athuga hvort að þetta væru bara draumórar hjá okkur, eða hvort að við ættum í raun möguleika á því að eignast þetta. Þeir voru bara nokkuð jákvæðir í bankanum, þannig að við ákváðum að skella okkur á þetta. Þannig að við buðum í eignina og fengum samþykkt tilboðið. Vei…nú var kátt í höllinni 😉 Núna erum við búin að vera bíða eftir svari frá bankanum í eina og hálfa viku, fáum við greiðslumat eða ekki? Mikið rosalega er erfitt að bíða eftir svarinu. Á sama tíma og við erum búin að vera bíða eftir svara, er ég búin að vera reyna klára blessaða sumarverkefið mitt. Það voru lokaskil í gær klukkan fjögur. Ég skilaði óyfirlesnu verkefni í gær, eina mínútu yfir fjögur. Það er auðvitað frábært að vera búin að skila, en samt frekar svekkjandi að vera búin að vinna að einhverju í fjóra mánuði og ná svo ekki að skila einhverju sem að maður er sáttur við.

Jæja, kvarti, kvart….Ég vona að bankinn svari okkur bráðum (þó svo að mig sé farið að gruna að svarið verði ekki mjög jákvætt) og að lífið geti farið að hafa sinn vanagang. Ég virka ekki vel í svona mikilli óvissu.

Nú er bara að snúa sér að skólanum og vinna upp það sem að ég hef verið að geyma vegna þess að ég hef verið að vinna í sumarverkefninu. En áður en ég byrja á því ætla ég að sofa…sofa mikið…

Auglýsingar

§ One Response to Virka ekki vel í óvissu

  • Hanna skrifar:

    Ég vona að þetta ræddast hjá ykkur. Birkir sýndi okkur íbúðina. Frekar flott sko. Þarf náttúrulega að gera e-ð í þessum Haukavegg þarna. Hehe.
    En já ég vona að þetta gangi vel. Ég sendi góða strauma úr Hagamelnum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Virka ekki vel í óvissu at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: