Óvissan að baki…

október 2, 2007 § Ein athugasemd

Við fengum ekki fína, fína raðhúsið…en það er allt í lagi, því það þýðir bara að það sé eitthvað betra sem bíður eftir okkur. Þegar við fengum fréttirnar var ég pínu miður mín, en þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Svo núna er ég alveg sátt. Ég var ekki alveg tilbúin að flytja úr hverfinu okkar. Birkir er ferlega glaður, honum fannst þetta bara vera í sveitinni (108 er sem sagt sveitin). Þannig að ég held að við séum bara sátt við þetta.

Nú er ég að reyna vinna upp það sem ég er búin að missa úr skólanum og finnst það barasta gaman. Er að læra fullt nýtt og merkilegt.

Í gær skelltum við okkur á myndina á 11 stundu (the 11th hour), sem verið er að sýna á kvikmyndahátíðinni. Þetta er mynd um umhverfismál með áherslu á climate change. Mér fannst hún mjög áhugaverð og ég mæli eindregið með því að sem flestir sjái hana. Hún verður sýnd aftur á morgun (3.okt) í Regnboganum.

Auglýsingar

§ One Response to Óvissan að baki…

  • Freyja skrifar:

    Ok gott að óvissan er að baki. Kannski bara ágætt því ekki gott að spenna bogann um of, getur alltaf eitthvað komið upp á.

    Knús á línuna löngu:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Óvissan að baki… at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: