Táreynsla

október 3, 2007 § Færðu inn athugasemd

Í kvöld, líkt og oft áður, leitaði ég „læknisráða“ á netinu. Ég geri þetta stundum þegar eitthvað bjátar á og ég veit ekki hvort að ástæða sé til að leita til læknis. Ástæðan fyrir þessari upplýsingaleit minni í kvöld var að mér tókst að sparka (alveg óvart) hrikalega fast í sófann okkar og í kjölfar þess óttast ég að ég sé kannski tábrotin. Hvernig veit maður hvort að maður sé tábrotinn? Svo ef maður er tábrotinn, er eitthvað gert í því eða á maður bara að taka verkjatöflur og setja fótínn upp í loft? Fullt, fullt af spurningum. Þannig að það var bara „googlað“. Ég fann lítið af svörum þegar ég leitaði á íslensku, þannig að ég ákvað að leita bara á sænsku og sló inn „bruten tå“. Ég fann ekki mjög læknisfræðilegar upplýsingar í kjölfarið, en ég fann hins vegar bloggsíðu. Bloggsíðu þar sem stelpa deilir reynslu sinni af því að tábrotna, svo sem ekkert merkilegt með það. Það sem að mér fannst hins vegar frekar merkilegt, eða sniðugt öllu heldur, voru allar athugasemdirnar sem hún hafði fengið um þetta tábrot sitt. Það höfðu hátt í fímmtíu manns skrifað athugasemdir um eigin reynslu af því að tábrotna. Allt þetta fólk hafði „googlað“ „bruten tå“, lent inn á þessari síðu og svo deilt táreynslu sinni. Sniðugt…
Mér er hins vegar rosa illt í táslunni, en hef fulla trú á því að ég sé ekkert brotin. Hef ekki tíma fyrir svoleiðis vitleysu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Táreynsla at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: