Hver er réttur hins almenna borgara?

október 10, 2007 § 4 athugasemdir

Aðfaranótt laugardagsins 6 október var par á þrítugsaldri að ganga heim eftir vel lukkað kvöld. Þau voru hress og kát, virkilega að njóta lífsins. Þegar þau koma að gatnamótum Bankastrætis og Skólavörðustígs sjá þau konu sitjandi á götunni, öskrandi á lögregluþjóna sem stóðu yfir henni. Parið, sem var orðið nokkuð svangt eftir langa nótt, ákvað að veita hvorki konunni né lögregluþjónunum frekari athygli. Þess í stað hélt parið inn á Pizza Pronto, sem er staðsett við sömu gatnamót, til að seðja versta hungrið. Rúmum tíu mínútum síðar ákveður parið að halda heim á leið, því þau eru þreytt og langur dagur framundan. Sú varð þó ekki raunin, að þau kæmust heim í bráð. Þegar þau komu út af Pizza Pronto voru bæði konan, sem hafði setið öskrandi á götunni og lögregluþjónarnir ennþá þar. Munurinn var hins vegar sá að lögregluþjónunum hafði fjölgað til muna og sérsveitarmenn höfðu einnig bæst í hópinn og voru nú um tíu til fimmtán talsins. Þar að auki var konan ekki sitjandi á götunni lengur, heldur var henni haldið niður í götuna af þremur til fjórum sérsveitarmönnum. Parinu unga stóð ekki alveg á sama, en gékk þó framhjá í átt að heimili sínu. Þegar þau voru komin nokkra metra í burtu og voru búin að hlusta á konuna öskra af lífs og sálarkröftum, hætti þeim (líkt og öðrum sem urðu vitni af þessu) alveg að standa á sama. Þau gengu því til baka í átt að sérsveitarmönnunum, sem eru að fara heldur harkalega að konunni, að þeirra mati. Þegar þau eru komin nær, spyr maðurinn á rólegum nótum hvort að þeir þurfi virkilega að vera fjórir á einni konu í járnum, sem var heldur smágerð. Það næsta sem gerist er að maðurinn er handtekinn og færður í járn. Kærastan hans stendur eftir eins og eitt stórt spurningamerki! Af hverju var hann handtekinn og hvaða afleiðingar mun það hafa? Fær hann að koma heim, getur hún sótt hann…enalaust spurningaflóð og óvissa helltist yfir hana. Þegar hún reyndi svo að leita ráða hjá lögregluþjónunum og sérsveitarmönnunum (mjög varlega, því hún vildi ekki eiga á hættu á að láta handtaka sig) var henni svarað með öskrum, dónaskap og látum. Henni var sagt að koma sér burt og tók það langan tíma áður en hún fékk að vita hvert hann yrði fluttur. Eftir skýrslutöku var manninum svo slept og parið hélt heim á leið með það á tilfinningunni að það hefði verið brotið verulega á þeim.

Nú er kominn miðvikudagur og parinu líður ennþá eins og það hafi verið brotið á þeim og situr uppi með endalaust af spurningum.

Hefðu þau átt að bregðast öðruvísi við? Líta í hina áttina láta sem að þeim fyndist ekkert athugavert við meðferðina á konunni? Hefur löggæslan rétt til að koma fram við fólk eins og því sýnist, bara vegna þess að þeir eru yfirvald í búningum? Hver er réttur minn? Ef það hefði verið einhver annar en löggæslan sem var að fara svona með konuna, hefði ég þá haft meiri rétt til að bregðast við? Er ekki málfrelsi, höfum við ekki rétt á því að tjá skoðanir okkar í orðum?

Ég hef „stundað“ miðbæinn í meira en 10 ár, hef unnið á veitingastöðum/ skemmtistöðum á næturtíma, verið rænd í starfi, þurfta að eiga við mjög drukkið og veikt fólk, en mér hefur aldrei fundist mér eins ógnað eins og á föstudaginn af löggæslunni. Ég fann fyrir svo miklum vanmætti og vissi það að það væri nánast sama hvernig þeir kæmu fram við mig eða aðra á svæðinu, að ég hafði ekkert um það að segja. Mótmæli mín yrðu aldrei tekin gild.

Ég tel að umræðan og aðgerðir til að bæta ástandið í miðbænum séu gjörsamlega farnar úr böndunum. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst aldrei fótur fyrir þessari gríðarlegu umræðu til að byrja með. Því eins og tölfræðin hefur sýnt, þá hefur „ástndið“ í miðbænum ekki versnað svo einhverju skipti, síðastliðin 10 ár. (Sjá grein á Grapevine um „ástandið“ í bænum)

Hvað finnst ykkur, hefðum við átt að líta í hina áttina og ganga í burtu? Hefðum við ekki átt að segja neitt? Hefur löggæslan rétt á því að gera það sem þeim sýnist, án þess að við höfum rétt á því að gera athugasemdir við störf þeirra? Nú er ég ekki að tala um að ráðast að löggæslunni, með ofbeldi eða öðru slíku.

Auglýsingar

§ 4 Responses to Hver er réttur hins almenna borgara?

 • Vala skrifar:

  Vá, ég skil vel að þið séuð enn að jafna ykkur
  Mín skoðun er sú að þetta starf er allt of illa launað, því fylgir því miður örar mannabreytingar sem veldur því að fólkið sem er að vinna við löggæslu er ýmist óþjálfað eða reynslulaust og veit því ekkert hvernig á að bregðast við í svona aðstæðum.
  Það þekkir ekki muninn á ógnandi fólki og venjulega fólki með siðferðiskennd og þess vegna spyr maður sig hvort að það sé yfirhöfðu hæft í þetta starf en þar sem mannekklan er svo mikil verður líklega að taka nánast við hverjum sem er
  Svo hefur í gegnum tíðina verið borin allt of lítil virðing fyrir lögreglunni sem gæti líka átt þátt í því að þeir eru farnir að bregðast svona við, búast alltaf við því versta ,en þetta er engan vegin ásættanlegt

 • ulfrun skrifar:

  Ég er alveg sammála því að örar mannabreytingar, reynsluleysi og fleira getur haft mikil áhrif. Lögregluþjónninn sem hafði umsjón með handtöku Birkis hafði hins vegar verið í lögreglunni í 25 ár (að hans sögn) og ætti því að vera algjör reynslubolti. Fyrir mér var þessi handtaka eins og einhvers konar hótun. Ef við höldum okkur ekki saman þá verðum við bara handtekin. Það sorglega er að þetta virkar, því margir líta frekar í hina áttina og láta ekki í ljós skoðanir sínar, í ótta við afleiðingarnar.

 • Sessa skrifar:

  Vó þetta er rosalegt! skil vel að þið séuð reið.

 • vatn skrifar:

  Ég held að reiðin og sárindin muni ekki hjaðna nema að þið fylgið þessu máli frekar eftir.

  Því miður get ég ekki ráðlagt þér frekar hvernig skuli gera það.

  Þetta mál er allt svo hallærislegt að hálfu lögreglunar.

  Eina orðið sem mér dettur í hug er „violated“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hver er réttur hins almenna borgara? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: