Kát og spennt stelpa

október 17, 2007 § Færðu inn athugasemd

Allt á fullu. Í dag byrja Airwaves, sem þýðir að að í dag „hverfur“ Birkir minn. Hann er að sjá um Airwaves blöðin sem koma út yfir hátíðina. Þannig að ég sé hann sjálfsagt næst á mánudaginn. Nei, hann kemur nú sjálfsagt heim til að sofa, en það verður ekki meira en það. Ég er pínu kvíðinn yfir þessu, ég á ekki allt of góðar minningar af þessari hátíð, en ég er búin að ákveða að reyna gera þetta að eins góðum tíma og mögulegt er. Ég ætla eyða miklum tíma með ormunum mínum og jafnvel fara á nokkra „off-venue“ tónleika með þau og njóta tímans með þeim. Það eru nokkrir tónleikar í Norræna húsinu sem að ég veit að þau hefðu gaman af.

Fyrir utan þetta er allt á fullu í skólanum, eins og alltaf, en ég er bara að reyna njóta þess að hafa mikið að gera. Mér finnst þetta ferlega skemmtilegt sem ég er að læra, sem er algjört lykilatriði. Mér er líka búið að takast að koma mér í nemd, sem er að fást við ótrúlega spennandi og skemmtilega hluti. Þar að auki er ég í stjórn nemandafélagsins, og finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, þó að þetta þýði auðvitað að það er ennþá meira að gera hjá mér. Ekki eins og ég hafi haft nóg að gera áður.

Jæja, nú er það vistfræði skýrslan ógurlega sem er næsta viðfangsefni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Kát og spennt stelpa at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: