Farin á fund

nóvember 16, 2007 § Færðu inn athugasemd

Margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Fór í viku ferð með fjölskyldunni til Gautaborgar. Það var vel lukkuð ferð, en hún tók líka á, því það er ekki það auðveldasta að ferðast með ormana þrjá. Þó að þau séu alveg frábærir ferðafélagar! Við hittum mikið af ættingjum og skelltum okkur á djammið með bræðrum mínum (þrír sem búa í útlandinu). Ótrúlega gaman að hitta þá, sakna þess oft að búa ekki í sama landi og þeir.

Við komum svo heim fyrir viku síðan, öll vikan hefur svo farið í lærdóm og afmælishald fyrir Alexöndru Diljá mína. Skvísan orðin 9 ára, alveg ótrúlegt.

Í morgun fór ég svo aftur til Svíþjóðar, en í þetta sinn alein og til Stockholms. Í þetta sinn er ég úti til að fara á fund með kennara í Uppsölum, í von um að hann vilji vera leiðbeinandi minn í lokaverkefninu mínu. Hann er sérfræðingur á því sviði sem ég hef áhuga, þannig að ég vona að hann sé tilbúinn til að leiðbeina mér. Ég fer til Uppsala á sunnudaginn, en þangað til ætlast ég að vera slæpast um Stockholm. Skoða næturlífið með frænkum mínum, Íris og Saga, skoða kaffihúsamenninguna og svo auðvitað undirbúa mig fyrir fundinn á sunnudaginn.

Jæja, frænkurnar er komnar að sækja skvísuna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Farin á fund at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: