Erum að fara flytja

mars 22, 2008 § Færðu inn athugasemd

á morgun er stór dagur hjá fjölskyldunni. Erum að fá nýju íbúðina okkar. Við áttum að fá íbúðina fyrir rúmri viku, en það fór eitthvað í vitleysu. Í nýju íbúðinni eru fjögur svefnherbergi, þannig að ormarnir okkar fá allir sitt herbergi. Katrín er alveg að rifna úr spenningi, þó svo að ég efist stórlega um að hún hafi hugmynd um hvað sé að fara gerast. En hún segir mér reglulega að hún sé að fá nýtt herbergi og að það eigi að vera bleikt á litinn. Diljáin mín er auðvitað rosa spennt líka. Hún er alveg tilbúin að fara fá sitt eigið og sleppa við að vera með litla bróður í herbergi. Þó svo að það hafi alltaf verið gott samband á milli þeirra, þá er hún alveg farin að vilja getað fengið að vera aðeins í friði. Ísarinn minn er líka spenntur, en ég held að hann eigi eftir að sakna þess afskaplega mikið að vera með systu í herbergi. Hann er alveg ferlega háður henni. Sjálf er ég frekar spennt, en á sama tíma mjög stressuð. Mér finnst ég varla muna hvernig íbúðin er og ég er dauðhrædd við að hún sé bara ekki nærru því eins fín og mig minnir. Ég á líka eftir að sakna gömlu íbúðarinnar. Sérstaklega eldhúsins. Eldhúsið í nýju íbúðinni er alveg vonlaust. Það er nýlega búið að taka það í gegn, en það er alveg misheppnað. Get bara ekki skilið hvað fólkið var að hugsa þegar það hannaði það. Einn daginn eigum við vonandi fyrir því að fá okkur drauma eldhúsið. Nú vona ég bara að ég nái að sofna. Rosa spenna/kvíði að halda fyrir mér vöku.P.S. Ef þig langar að hjálpa til við að mála, ertu sko meira en velkominm! 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Erum að fara flytja at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: