Á leið í útlandið

mars 31, 2008 § Færðu inn athugasemd

Á miðvikudaginn er mín að fara til Uppsala. Fara til Uppsala með sýni. Hvernig sýni? Jú, ryksýni! Ég tékkaði á því hvað það kostar að senda þetta með DHL og það kom í ljós að það er ódýrara fyrir mig að fara sjálf með þetta út. Þannig að ég ákvað að skella mér. Spurning hvað þeir segja í tollinum ef þeir kíkja í töskuna. Full taska af ryki…hummm…gæti orði áhugavert.Fínt líka að hitta leiðbeinandann og fara aðeins yfir hvernig lokaverkefnið mitt á að vera. Þegar ég er búin í Uppsölum ætla ég að fara aðeins til Gautaborgar og hitta vini og ættingja. Búin að plana hitting með bræðrunum mínum 3 og þeirra heittelskuðu. Ætlum að elda öll saman og sötra kannski smá bjór. Hlakka rosalega til að hitta þá, ég hitti þá svo ferlega sjaldan.Þar sem að ég er að fara út ekki á morgun heldur hinn, eru miljón og einn hlutur sem ég þarf að klára á morgun. Sem er einstaklega slæmt, með tillit til þess að ég er svo algerlega búin með alla orkuna mína.  Þarf að sækja sýni í nokkra skóla, klára umsókn til Orkuveitunnar, skila umsókn til Vísindasiðarnefndar, knúsa ormana mína, knúsa kallinn og drekka eins og eina hvítvín með Taru vinkonu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Á leið í útlandið at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: