Uppsala-Kjúklingafætur-Gautaborg

apríl 3, 2008 § Færðu inn athugasemd

Sit hér á rosa fínni skrifstofu að pikka inn data fyrir verkefnið mitt. Gengur bara nokkuð vel, þó að það sé fullt eftir. Það er svo fullorðins að vera með svona skrifstofu :p Í hádeginu fór ég í smá sightseeing með Dan. Fékk meira að segja að sjá gröf Carls Linnés og Carl Gustaf og fullt meira. Bærinn er frekar fallegur, sérstaklega elsti hlutinn. Minnir svolítið á Lund. Á eftir ætlar Chai (Kínverski doktorsneminn) að elda fyrir okkur. Ég verð að viðurkenna að ég varð örlítið áhyggjufull þegar hún sagðist ætla elda. Hún var nefnilega búin að segja mér að uppáhaldsmaturinn hennar væri veleldaðir kjúklingafætur. Ég er nú ekki mjög matvönd, en ég er ekki alveg tilbúin í kjúkllingafætur. Hún sagðist bara elda eitthvað gott, en að það yrðu því miður ekki kjúklingfætur þar sem að hún var ekki búin að finna neinn sem selur kjúklingafætur (skrítið).  Áðan ætlaði ég að panta mér far með lest til Gbg, en þegar ég sá verðið varð mér heldur brugðið. Þannig að ég ákvað að kanna aðra ferðamáta og komst að því að það var næstum helmingi ódýrara fyrir mig að fljúga til Gbg heldur en að taka lest. Þannig að ég ákvað að fljúga bara, þó svo að það sé mun umhverfisvænna að taka lest. Ég er bara ekki umhverfisvænni en svo að ef flugið er 10 þús ódýrara en lest, þá flýg ég frekar.Það er komin þétt dagskrá fyrir Gbg dvölina og óttast ég að hvíldin sem ég ætlaði að fá þar, verði eitthvað lítil. Æji, á meðan ég hef tíma til að læra þá er þetta í góðu. Ekki oft sem maður hefur tíma til að hitta vini og ættingja í Gbg.  

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Uppsala-Kjúklingafætur-Gautaborg at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: