Nýt lífsins

maí 13, 2008 § Færðu inn athugasemd

Við erum að verða búin að koma okkur ágætlega fyrir í nýju íbúðinni okkar, vantar reyndar nokkrar gardínur hér og þar og eitthvað fleira. En þetta er orðið nokkuð heimilislegt. Mér er farið að líða vel í íbúðinni og kann sérstaklega að meta að við skulum vera með sérinngang og að við getum gengið beint út í garð. Það er draumur.

Núna eru liðnir nokkrir dagar síðan ég kláraði síðasta prófið og það er alveg frábær tilfinning. Það hellist yfir mig gleðitilfinning nokkru sinnum á dag og ég nýt þess alveg í botn.

Framundan hjá mér er að safna saman öllum spurningalistunum sem ég er búin að dreifa. Vona að einhver skili þeim :/ Skrifa nokkrar umsóknir og svo demba mér í að skrifa grein um hluta rannsóknarinnar minnar. Verð samt að segja að ég er ótrúlega fegin að vera með leiðbeinanda sem hefur fengið birtar heilan helling af greinum. Því ég veit ekkert hvað ég er að gera.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Nýt lífsins at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: