Kjálkablogg

maí 16, 2008 § Færðu inn athugasemd

Á morgun er stór dagur í mínu lífi, eða það finnst mér, ég er að fara í síðasta tannréttingatímann fyrir aðgerðina stóru. Tekin verða mót og myndir af tönnunum og svo verða settir krókar á teinana, sem notaðir verða til að víra eða festa saman munninn á mér. Það verður að segjast að ég er oggu ponsu stressuð. Ekki yfir morgundeginum, heldur aðgerðinni sjálfri. Ég er farin að eyða alveg gríðarlegum tíma á netinu að lesa „kjálkablogg“ hjá fólki sem er búið eða er á leiðinni í aðgerð og bloggar um reynsluna. Lang best að fá ráð frá þeim sem vita hvað þeir eru að tala um, þar að segja hafa ekki bara lesið um það í bókum, heldur hafa í raun gegnið í gegnum það sama. Alveg hrúga af góðum ráðum hjá þessu fólki, uppskriftir af mat sem hægt er að borða þó að maður sé víraður saman. Eins og stendur er ég að reyna gera það upp við mig hvort að ég eigi að blogg um reynsluna líka, eða ekki. Gæti verið ágætis leið til að halda sambandi við fólk, því ég efast um að ég eigi eftir að kjafta mikið í símann í þessu ástandi. Veit það samt ekki, ekki alveg viss hvort að ég sé tilbúin að deila þessu með umheiminum. Kemur sjálfsagt bara í ljós eftir aðgerðina, hvernig mér líður og hvort að ég vilji deila því með einhverjum öðrum en mínum nánust. Jæja, best að fara lúlla. Tannsi snemma í fyrramálið.

p.s. er ekki ennþá komin með tíma fyrir aðgerðina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Kjálkablogg at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: