Hvar er orkan?

júní 2, 2008 § 3 athugasemdir

Alveg síðan ég kláraði síðasta prófið er ég búin að vera alveg orkulaus. Fyrstu tvær vikurnar komst ég ekki í gegnum daginn nema að leggja mig. Þegar ég var vakandi nennti ég ekki að gera neitt, ekki neitt sem reyndi á að minsta kosti. Síðustu dag er ég eitthvað að hressast, en samt voða lítið. Í morgun fór ég út á Loftó, með það í huga að skrifa alveg fullt. En svo endaði ég bara með að sitja og stara á skjáinn, jú ég setti inn fyrirsagnir og svo skrifaði ég eina settningu í hverjum kafla um hvað ég ætla að skrifa þar. Dæmi: „Skrifa inngang um áhrif loftgæða innandyra á heilsu barna“…ble…kom sem sagt ekki neinu í verk. Nú er klukkan orðin hálf þjú, ég er komin heim undir sæng og ætla bara leggja mig. Þetta gengur nátúrulega ekki, en ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að snúa þess við Ég veit ekkert hvert öll orkan mín hefur farið. Ég er búin að reyna allt mögulegt til að breyta þessu. Fara út að hjóla, hreyfa mig, vera mikið úti, tek vítamín á hverjum degi (alveg fullt af þeim), fara snemma að sofa, fara seint að sofa, vakna snemma, vakna seint…..en nei, ekkert virkar. Í byrjun var ég alveg á því að ég ætti bara að leyfa mér að slaka á, að ég þyrfti bara á því að halda, en fyrr má nú aldeilis vera. Það eru að verða komnar 3 vikur síðan ég nennti að læra síðast. Þetta gengur bara ekki lengur. 

Auglýsingar

§ 3 Responses to Hvar er orkan?

 • Sessa skrifar:

  Ég hef einu sinni á ævinni upplifað svona OFURþreyttu. Hélt að ég væri komin með krabbamein, en nei veistu hvað. Ég var bara ÓLÉTT. Er nokkuð eitthvað sem þú vilt segja okkur?.. 😉

 • ulfrun skrifar:

  hehe…nei ég vona að ég sé búin með minn skammt af svoleiðis ofurþreytu.

 • Freyja skrifar:

  einmitt það sem mér datt í hug:)

  Hver veit Vanda…ótrúlegasta fólki virðist ekki geta hindrað þungun, þrátt fyrir mikinn vilja:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hvar er orkan? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: