Þéttskipuð dagskrá í útlandinu

júní 26, 2008 § 3 athugasemdir

Við Birkir ætlum að skella okkur til útlanda í nótt. Við rétt sleppum við verkfallið, þannig að flugið raskast ekk,i sem betur fer. Við byrjum ferðina í Lund þar sem að við ætlum að skoða okkur um og heimsækja Sessu og Ragga. Á laugadeginum verður stefnan svo tekin yfir brúna, til Kaupmannahafnar. Þar fáum við að búa í íbúðinni þeirra Ástu og Arnars (Takk fyrir það). Dóra og Silla eru að fara í mæðraorlof til Köben yfir helgina, þannig að ég reikna með því að við munum sötra nokkra góða bjóra í útlandinu. Á sunnudagskveldinu erum við svo að fara sjá kónginn sjálfann, Bruce Springesteen. Upphaflega ætluðum við með Palla og Hönnu, en þar sem að það styttist óðum í litla gaurinn þeirra, þá komast þau því miður ekki með (ykkur verður sárt saknað). Á mánudeginum verður förinni haldið áfram í bílaleigubíl, stefnum á að byrja í Hamborg og vera þar eins og í eina nótt. Síðan förum við til Berlín, þar sem við ætlum að gista hjá frænda mínum, honum Fubbi. Hlakka til að hitta hann, en kvíði líka smá fyrir, hef ekki hitt hann í rúm 15 ár. Við endum svo í Köben á föstudeginum. Púff hvað ég er spennt…verður æði pæði…gaman gaman….heyrumst eftir rúma viku…

Auglýsingar

§ 3 Responses to Þéttskipuð dagskrá í útlandinu

 • Hanna skrifar:

  Góða skemmtun úti skvís!
  Ég bið að heilsa kónginum sjálfum þegar þið sjáið hann á sunnudaginn.
  Hlakka síðan til að heyra ferðasöguna þegar þið komið heim eftir viku. Njótið þess bara að eiga þennan tíma saman.
  Knús frá mér og litla gaurnum

 • Birkir Fjalar skrifar:

  Þetta hefur ekkert með þessa færslu að gera, en…

  Það er ekkert vandamál fyrir mig að sækja ykkur á slysó um miðja brúðkaupsnótt. Good times. Las líka grein um Austin, Texas í NasGee.

 • ulfrun skrifar:

  Takk Birkir minn! Þú ert algjör gullmoli að nenna þessu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Þéttskipuð dagskrá í útlandinu at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: