Reynslubogg eða ekki reynslublogg?

ágúst 11, 2008 § Færðu inn athugasemd

Undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mig hvort að ég eigi að blogga/deila reynslu minni um kjálkaaðgerðina mína. Í dag eru 10 dagar í aðgerðina og ég er orðin óþægilega stressuð. Svo stressuð að mér dettur varla neitt annað í hug að tala um við fólkið í kringum. Þegar ég loksins fer í aðgerðina verða allir orðinir dauðleiðir á því að ræða þetta við mig, ef það eru það ekki allir nú þegar. Ég hef mikla þörf fyrir að velta þessu fram og til baka, ég vil vita allt um aðgerðina og vera við öllu búin. Sem er auðvitað ómögulegt, ég held það sé alveg sama hvað ég les mér til eða ræði þetta, það verður alltaf eitthvað sem á eftir að koma mér á óvart. Þrátt fyrir það, veitir það mér ákveðið öryggi að lesa mér til, sérstaklega að lesa reynslusögur annara. Annara sem gengið hafa í gegnum svipaðar aðgerðir og bara lifað það af 😉 Ég er búin að lesa gífurlega margar bloggsíður þar sem að fólk bloggar um aðgerðina og þá sérstaklega tímann eftir aðgerðina. Þetta er allt fólk sem hefur annað hvort látið lengja eða stytta efri eða neðri kjálkann eða bara bæði. Sögur þeirra hafa verið jafn misjafnar og þær hafa verið margar, en allar mjög áhugaverðar. Kannski ekki fyrir hvern sem er, en áhugaverðar fyrir mig sem er að búia mig undir að ganga í gegnum svipað ferli.  Þó svo að ég hafi fundið ógrynni af bloggsíðum um kjálkaaðgerðir hef ég nánast ekkert fundið um aðgerðina sem ég er að fara í. Eftir að henni var frestað síðast var ákveðið að breyta henni. Ég á ekki að fara í „venjulega“ kjálkaaðgerð, þar sem að kjálkinn er færður fram í einum rikk, heldur verður hann brotinn upp og síðan lengdur smátt og smátt um 1mm á dag. Það verður gert með því að snúa skrúfum sem festar verða í kjálkabeinið. (hljómar eins og hryllingsmynd fyrir mér). Það virðirst vera sem að þessi aðferð sé mun oftar notuð a börn heldur en fullorðna og er það sennilega skýringin fyrir því að ég finn ekkert „reynslublogg“ um þetta. 

Nú er bara spurningin, á ég að blogga um mína reynslu? Helstu rökin með; Gæti verið áhugavert fyrir aðra sem eru að fara í aðgerð. Sniðug leið til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með (get ímyndað mér að það sé frekar erfitt að tala í síma, þegar maður er samanvíraður), síðan getur verið gaman fyrir mig að lesa þetta seinna meir. Hummm….þarf að spá í þetta aðeins…nenni ég þessu?…er ég tilbúin að deila þessu með öðrum en mínum nánustu….tja…veit ekki…þarf að gera þetta upp við mig, reynslublogg eða ekki reynslublogg…farin að sofa

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Reynslubogg eða ekki reynslublogg? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: