Fórum á túnið góða

ágúst 24, 2008 § Færðu inn athugasemd

Það var sko nóg um að vera í gær. Byrjuðum í afmæli hjá Vöndu Sólrúnu, skvísan litla bara orðin 2 ára, alveg ótrúlegt. Þegar við vorum búin að borða yfir okkur í afmælinu fórum við í útskrift hjá Hildi, hans Ginga. Hún er bara orðin útskrifaður arkitekt, frábært hjá henni! Um kvöldið fórum við svo á tónleikana á Miklatúni. Við erum ekkert voðalega dugleg að taka þátt í Menningarnótt, en við missum ekki af tónleikunum á Miklatúni og flugeldasýningunni! Katrín Nótt var í hörku stuði á tónleikunum. Helst vildi hún vera á öxlunum mínum og átti ég svo að hoppa/dansa um með hana. Ísar og Alex skemmtu sér einnig konunglega og dönsuðu og súngu fullt. Við hittum fullt af fólki á túninu, sem var gaman, því við höfum verið í litlum sambandi við umheiminn eftir giftinguna. Eftir tónleikana fórum við upp að Háteigskirkju til að horfa á flugeldasýninguna, nenntum ekki niður á höfn. Palli kom með okkur líka. Við komum hins vegar aðeins of snemma þangað, þannig að við urðum að finna okkur eitthvað að gera þangað til að sýningin hófst. Við fórum því að gera hinar ýmsu æfingar, handahlaup, kollnísa og fleira. Það var mikið stuð, en það verður að segjast að ég finn til í fleiri en einum vöðva eftir þetta. Ekki alveg vön svona æfingum 😛 Hitt fólkið sem stóð og var að bíða eftir sýningunni hefur sjálfsagt talið að við höfum verið vel drukkin eða e-h álika, því þau horfðu frekar furðulega á okkur. En krakkarnir og við skemmtum okkur konunglega og það er það sem skiptir máli.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Fórum á túnið góða at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: