Að kafna í sjálfsvorkun

ágúst 26, 2008 § 3 athugasemdir

Á morgun er aðgerðin. Er heima að reyna klára ritgerð sem ég þarf að klára áður en ég fer að sofa. Ég á að fasta eftir tólf, er að spá í að fara út í sjoppu og kaupa risa poka af nammi. Helst nógu mikið til þess að ég borði yfir mig og langi ekki í nammi fyrr en eftir ca. 6 vikur þegar ég má opna munninn aftur, haldiði að það sé ekki líklegt að það þakist 😛 Það eru frekar blendnar tilfinningar í gangi núna. Var að senda krakkana yfir til ömmu Jónu. Áður en þau fóru reyndi ég að útsýra fyrir þeim hvað er í vændum. Katrín horfði ferlega skilningsrík á mig og sagði „já, ok mamma mín og góða ferð, við komum svo og sækjum þig“. Ísar Máni kvaddi mig í dag á skólalóðinni. Þegar ég var í þann mund að ganga út af skólalóðinni kallaði hann á eftir mér „Ég elska þig mamma! og ég vona að þú verðir ekki lengur en læknirinn sagði“. Þau eru algerir gullmolar. Alexandra gerir sér sennilega best grein fyrir þessu og stendur sig eins og hetja. Frá henni fékk ég kveðjuna. „Gangi þér vel mamma og ég skal passa krakkana“. Alltaf að vera svo dugleg skvísan.

Í dag er ég svo búin að fullt af „peppi“, heimsóknum og kveðjum frá vinum og vandamönnum. Þrátt fyrir það líður mér eins og ég sé ein í heiminum. Gæti verið vegna þess að það er alveg sama hvað fólk hugsar fallega til mín eða segir hughreystandi hluti, það er alltaf á endanum ég sem þarf að fara í aðgerðina og bara ég. Frekar mikil sjálfsvorkun í gangi hérna 😉 Jæja, farin að kaupa skriljón kíló af nammi. Ég skrifa færslu um leið og ég hef rænu á því og kemst á netið.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Að kafna í sjálfsvorkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Að kafna í sjálfsvorkun at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: