Smá uppfærsla

ágúst 29, 2008 § 3 athugasemdir

Þá er kominn föstudagur og 2 dagar síðan kjálkinn minn litli var brotinn upp. Aðgerðin gékk mjög vel, samkvæmt skurðlækninum og þó að ég líti út eins og hamstur, held ég að ástandið gæti verið mun verra.

Aðgerðadagur: Var nett stressuð fyrir aðgerðina, fór með aðruleysisbænina nokkru sinnum og náði mér ágætlega niður. Eftir aðgerðina vaknaði ég á gjörgæslu, þar sem allt starfsfólkið sat og var að horfa á mótökurnar á „strákunum okkar“ og að borða pizzu frá Eldsmiðujunni. Það er í eina skiptið hingað til sem mig hefur virkilega langað í venjulegan mat. Þegar ég vaknaði var ég ekki víruð saman og gat því bara sjallað á fullu.Talaði kannski aðens of mikið 😉 Um kvöldið kom svo læknirinn og þá var frelsið búið, hann festi mig saman með teyjum og hætti ég þar með að geta tjáð mig.

Fimmtudagur: Leið ágætlega, frekar erfitt með að koma einhverju niður, verður bara frekar óglatt af öllu. En það lagast vonandi. Ísar og Hulda komu með hitt og þetta fyrir mig að horfa og hlusta á í tölvunni. Takk fyrir það. Birkir minn er líka búinn að vera dúglegur að koma knúsa mig og hlæja mátulega mikið að mér.

Föstudagur: kominn heim til múttu. Þar sem er vægast sagt dekrað við mig. Fékk rosalegt fótanudd áðan við slakandi tónlist. Hún fór líka og keypti safapressu, þannig að ég geti fengið nýpressaðan safa. Þvílíkur munur að eiga svona góða múttu. Nú ætla ég að reyna hvíla mig, það er léttara sagt en gert þegar maður er eins og hamstur.

Auglýsingar

§ 3 Responses to Smá uppfærsla

 • Þuríður skrifar:

  frábært vanda mín, æðislegt bara að þetta sé búið 😉 en sá dónaskapur þarna á gjörgæslunni hehehehehehe

  Bjallaðu endilega ef vilt heimsókn við erum nú allar í nágrenninu elskan xxx

  góðan bata hamsturinn minn hehehehehe

 • Freyja skrifar:

  Hæ hæ Vandan mín,

  Frabært að heyra að allt gekk vel. Ég er búin að vera ansi mikið að hugsa til þín.

  Æðislegt hvað mamma þín er dugleg að dekra við þig!

 • Sessa skrifar:

  Æi hvað ég er glöð að heyra að allt gekk vel. Búin að fara 100 sinnum inn síðustu daga að bíða eftir fréttum. Sendi Birki mail sem ég fékk til baka, þarf eitthvað að updaita emailið hans. Knús Sessa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Smá uppfærsla at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: