Til hamingju með afmælið Jóna mín!

september 2, 2008 § Ein athugasemd

Fyrir rúmum ellefu árum hitti ég tengdamóður mína í fyrsta sinn. Henni fannst ég heldur ung fyrir strákinn sinn og hafði dálitlar áhyggjur af því þegar við ætluðum að fara búa. Spurði mig hvort ég áttaði mig á því að strákurinn sem ég væri að fara búa með kynni ekki einu sinni að sjóða pasta? „Hvernig í ósköpunum heldurðu að þetta eigi eftir að ganga?“ Ég sagði henni að ég myndi þá bara kenna honum að sjóða pasta og ég hefði engar áhyggjur af þessu. Núna ellefu árum og þremur börnum seinna skil ég þessar áhyggjur hennar. Þær voru ekki vegna þess að hún hafði ekki trú á mér eða syni sínum. Þær voru tilkomnar vegna þess að hún vissi að það er ekki alltaf auðvelt að standa á eigin fótum,vera í námi, stunda vinnu, reka eigið heimili og ala upp börn. Það blæs stundum á móti. Á þessum ellefu árum hefur stundum blásið á móti, og í hvert einasta sinn höfum við getað treyst á það að Jóna, tengdamóðir mín, geri allt sem í sínu valdi stendur til að skýla okkur fyrir vindinum. 

Í dag á tengdamóðir mín afmæli, og ekkert lítið afmæli, hún er 60 ára í dag. Til hamingju með afmælið Jóna mín og takk fyrir að skýla okkur fyrir vindinum.

Þín tengdadóttir,

Vanda

Auglýsingar

§ One Response to Til hamingju með afmælið Jóna mín!

  • Karen P. skrifar:

    Gott að sjá hvað gengur vel hjá þér eftir þessa aðgerð. Takk fyrir að segja svona frá þessu. Líka gaman að lesa um móðurhlutverkið og svoleiðis hjá þér – lærdómsríkt fyrir mig 🙂
    Áframhaldandi góðan bata!
    Kveðja,
    Karen P.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Til hamingju með afmælið Jóna mín! at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: