Fyrsta vikan búin!

september 3, 2008 § Færðu inn athugasemd

Jæja, þá er bara liðin ein vika frá aðgerð og erfiðasta vikan vona ég. Það er ótrúlegt hvað maður venst þessu ástandi. Fyrir tæpri viku þegar mér var boðið hafraseyði í morgunmat, fékk ég þvílíkan hroll og drakk tvo sopa af þessu. Í morgun þegar ég vaknaði hlakkaði mig til að fá hafraseyðið mitt. Ég er reyndar komin með mína eigin útfærslu af hafraseyði, með fullt af kanilsykri. Þá er þetta bara ljómandi morgunmatur.

Í morgun fór mamma vestur í húsið sitt, það er verið að fara skipta um þak,  ég og Stebbi bróðir erum því bara ein í kotinu. Mamma hafði ferlegar áhyggjur af því að skilja mig eftir og fékk Stebba til að lofa að hugsa vel um mig 🙂 Ég held að þetta verði bara fínt. Ég þarf að aðlagast að sjá um mig sjálf og það er ágætt að geta gert það í þrepum. Núna hef ég nokkra daga til að átta mig betur á hvað og hvernig sé best að borða, áður en ég fer heim til mín aftur.

Ég fór reyndar í „heimsókn“ heim í gær. Katrín var ekki alveg að skilja pabba sinn þegar hann spurði hana hvort hún vildi koma með að sækja mömmu, því hún ætlaði að koma í heimsókn. Hún horfði lengi á pabba sinn og sagði svo „En pabbi, mamma á heima hér“. Ekki von að hún skilji þetta ekki litla snúllan.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Fyrsta vikan búin! at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: