Galli í kerfi Lín?

september 4, 2008 § Ein athugasemd

Í gær fékk ég þær „góðu“ fréttir að ég ætti ekki rétt á námslánum í haust. Að ég væri búin með  51 einingu í náminu mínu og svo plús þessar 9 í sumar. Þannig bara sorry ekkert lán til að skrifa ritgerðina. Málið er að þegar ég ákvað að hefja mastersnámið mitt var ég að ljúka við BS námið frá Svíþjóð. Ég var því í raun í 10 einingum hér og 10 í Svíþjóð og það er sem sagt bannað. Verð að vera í öllu náminu á sama stað. En það var enginn sem sagði mér það þegar ég skráði mig eða skilaði inn umsókn um lán. Eftir önnina kom þetta hins vegar í ljós og þá var ákveðið að setja þessar 10 einingar frá Svíþjóð inn á mastersferilinn minn. Mér finnst þetta bölvað svindl og í raun bara galli í kerfinu hjá Lín. Með þessu er í raun verið að refsa mér fyrir að reyna flýta fyrir. Í dag þarf ég sem sagt að fara upp í Lín og ræða við þá, sjá hvað er hægt að gera. Birkir ætlar að koma með mér, því það er alveg óvíst að þau skilji hvað ég er að segja þegar ég er svona föst saman.

En hvað geri ég ef ég fæ ekki lán? Hér er ég með fullt af gögnum, sem skiptir Reykjavíkurborg virkilega máli (að mínu mati), og ég fæ ekki lán né styrki til að vinna úr gögnunum.

Auglýsingar

§ One Response to Galli í kerfi Lín?

 • Berglind Jo skrifar:

  Hrikalegt! Það er alltaf vesen og rugl á LÍN. Ég fékk frá þeim reikning upp á 400.000 um daginn og það leið næstum yfir mig. Hringdi í þau og hún sagði mér það að LÍN áætlar tekjur okkar 9 milljónum meira en þær eru. Svo ég þurfti að fara í skattinn og fá þar yfirlit yfir 2007 og þá fór reikningurinn úr 400.000 í 0kr!
  Eru einhverjir styrkir sem þú átt rétt á Vanda mín? Leiðinlegt að heyra þetta þegar þú átt von á þessu láni. Skamm skamm LÍN!
  En hvernig líður þér svo dúllan mín?
  Ég er að vinna alla daga og að fljúga. Er að pæla að fara að sofa núna þótt hún sé bara 21.30…haha
  Knús og kram

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Galli í kerfi Lín? at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: