Batasögur

september 7, 2008 § Ein athugasemd

Ég kann ekki að vera sjúklingur! Það eru komnir 11 dagar síðan ég fór í aðgerðina og ég er bara komin á fullt. Í dag held ég samt að ég hafi aðeins gengið fram af mér. Byrjaði á því að fara heim (er ennþá hjá mömmu) þar sem ég setti saman beinagrind að lokaritgerðinni minni. Því næst fórum við öll fjölskyldan á útsölumarkað í Perlunni. Alger bilun, það var svo mikið af fólki. Var orðin hrædd um að einhver myndi rekast í kjálkan á mér, þannig á endanum var ég bara farin að halda utan um hann. Næst fórum við í IKEA. Þar sem þessi ógúrlega hungurtilfinning kom yfir mig, mig langaði í kjötbollur! Eftir IKEA var farið í Smáralindina, í fullt af búðum og verlsað þrjá nýja lego kalla/skrímsli. Ísar Máni var að eyða ammlispeningunum. Eftir verslunarleiðangurinn var stefnan tekin á videoleiguna með alla gormana og svo heim, þar sem að ég þurfti að fara breyta og færa og skrúfa saman IKEA dót, eldað, komið gormunum í háttinn og þetta venjulega heimilisstúss. Núna er ég komin heim til múttu aftur búin að taka verkjalyf (sem ég btw er næstum alveg hætt að nota) og er að bíða eftir að þau fari að virka.

Heilsan er sem sagt bara mjög góð og það dregur smátt og smátt úr bólgunum. Mér finnst ekkert sjást neitt mikið á mér, svona oftast. Stundum finnst mér ég vera eins og skrímsli, en það er bara þegar ég fæ skemmtileg komment eins og um daginn í Krónunni. Þar spjallaði ég við konum sem ég þekki aðeins.

Ég: (eða ég reyndi að segja hæ, hljómaði frekar eins og skrítið uml)

Hún: Nei, gvuð! Ertu búin í aðgerðinni.

Ég: uhum

Hún: Vá, hvað þú ert hugrökk!

Ég :nú? (bjóst við að henni findist ég voða hugrökk að hafa látið verða af aðgerðinni, að brjóta upp kjálkabeinin og skrúfa þau saman aftur með fullt af skrúfum)

Hún: Já, að fara út og láta fólk sjá þig svona.

 Rétt áður en ég hitti þessa konu var ég að segja við Birki, að mér fiindist ég nú ekkert voða bólgin og ekkert mál að fara svona út meðal fólks. Sú tilfinning var fljót að hverfa eftir þetta stutta en skemmtilega samtal.Ég veit að hún var að reyna hrósa mér, en þetta virkaði alveg öfugt á mig. Ég kvaddi hana bara í fáti, kláraði að versla og dreif mig heim undir sæng.

Auglýsingar

§ One Response to Batasögur

 • Harpa skrifar:

  hæ elsku vanda

  var að ná mér í update af líðaninni þinni en er satt best að segja ekki dugleg að kommenta hérna. Takk fyrir síðast, æðislegt að fá ykkur í heimsókn um daginn. vona að deutschland hafi staðið sig vel í gestrisninni.

  Skoðaði brúðkaupsmyndir um daginn.. shit hvað þú varst flott!! ..birkir var svo sem í lagi líka 😉

  LÍN ..meingallað eins og flest í kerfinu sem kemur að námsmönnum, ja sem og þeim sem á því þurfa að halda yfirhöfuð.

  ..Og gefðu þessari kerlingju í krónunni bara einn á hann næst þegar þú hittir hana. Hún þarf að fara á hrósnámskeið ef þetta átti að vera eitt slíkt.

  kveðja á línuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Batasögur at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: