Still standing

september 26, 2008 § 4 athugasemdir

Rosa löt við að skrifa þessa dagana. Nú er það mesta afstaðið varðandi kjálkaaðgerðina og tekið er við hið venjulega líf aftur. Það er því í nógu að snúast gormarnir, skólinn, heimilið og allt sem fylgir því. Það eru liðnar rúmar 4 vikur síðan ég fór í aðgerðina og ég verð að segja að þetta hefur gengið miklu betur en ég hafði þorað að vona. Ég er rétt að byrja að æfa mig að tyggja, pasta og annað mjúkt. Fáránlegt hvað maður getur saknað þess að tyggja. Matur er bara ekkert spennandi nema maður geti tuggið hann. Nú er ég laus við góminn og er bara með tvær teygjur sem styðja við kjákann. Þessar teygjur tek ég af í nokkra klukkutíma á dag og æfi mig að opna munninn. Farin að opna nógu mikið til að koma tveimur fingrum upp í mig. Áður en ég fór í aðgerðina voru ótal hlutir í kringum kjálkann að hrjá mig, eins og verkur frá liðnum og mikill höfuðverkur. Þessi einkenni eru nánast horfin í dag og bara rúmar 4 vikur liðnar. Það sem meira er, er að vöðvabólgan í öxlunum og hálsinum er miklu betri. Ég  hafði gert mér einhverjar vonir um að þetta myndi skána, en datt ekki í hug að það myndi gerast svona fljótt. Ég myndi því segja að aðgerðin hafi heppnast með einsdæmum vel. Sérstaklega ef horft er til þess hversu margir versna af verkjum eftir aðgerðina, það þarf svo litla skekkju til að allt fari í vitleysu.

Auglýsingar

§ 4 Responses to Still standing

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Still standing at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: