Dæmigerður mánudagsmorgun

september 7, 2009 § Færðu inn athugasemd

Mánudagsmorgun og ég mætt á Studiecentrum. Þetta er önnur vikan mín í skólanum, sem hefur farið frekar rólega af stað. Ég var að byrja í fjarnámi í Geographical Information Systems (GIS) eða Landfræðileg upplýsingakerfi. Þetta er tveggja ára meistaranám sem kennt er í fjarnámi. Að vera í fjarnámi gefur mikið frelsi en þýðir líka að ég þarf að vera skipulögð og öguð. Ekki mín sterkasta hlið, en ég held ég ráði alveg við þetta.

Í morgun gerði ég heiðarlega tilraun til að vera skipulögð. Hellti upp á kaffi á brúsa, til að sleppa við að borga fyrir 5 kaffibolla. Það tókst ekki betur en svo að kaffið lak yfir alla skólatöskuna mína, tölvu, bækur og síma. Á leiðinni í skólan ákvað ég að stoppa í hraðbanka, svo ég þyrfti ekki að standa í hálftíma röð í hádeginu. Þegar ég svo kom að hraðbankanum var hann auðvitað bilaður…Þetta var svona dæmigerður mánudagsmorgun.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Dæmigerður mánudagsmorgun at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: