Með margt á prjónunum…

september 16, 2009 § Færðu inn athugasemd

Á sunnudaginn síðasta tók ég skyndilega ákvörðun um að skreppa aðeins heim til Íslands. Við Katín ætlaum að fara tvær og verðum í tvær vikur (22.sept – 6.okt). Ég hlakka mikið til að hitta fjölskyldu og vini, þá sérstaklega litlu nöfnu mína, Vöndu Sólrúnu. Það gerist allt svo hratt hjá börnum þegar þau eru svona lítil. Það eru bráðum 9 mánuðir síðan við fluttum, sem er næstum 1/3 af ævi Vöndu. Það verður líka frábært að hitta vinkonurnar, fá okkur sushi og hvítvín, slúðra, fara í sund og hitta nýjustu afkvæmin. Sem eru orðin nokkur. Það var samt pínu erfitt að ákveða hvenær ég ætti að fara heim. Það er alltaf svo mikið skemmtilegt í gangi hérna  í Lundi, sem ég vil helst ekki missa af. Til dæmis mun ég missa af tónleikum með Lisu Ekdahl og svo oktoberfest, sem verið er að skipulegga. En það koma aðrir tónleikar og Íslendingasamkomur.

Ég er líka með ýmislegt á prjónunum áður en ég fer heim. Í dag ætla ég til dæmis að taka frí frá lærdóminum og skreppa til Malmö með Heiðu og Birnu. Kíkja í búðir, fara á kaffihús og bara almennt njóta lífsins. Næstu helgi ætla ég svo að fara út fyrir „the comfort-zone“. Ég ákvað að skrá mig í ljósmyndahitting ásamt nokkrum ljósmyndurnum af flickr. Við ætlum að hittast í Malmö og fara í „photowalk“. Ég er pínu stressuð. Er algerlega að taka mín fyrstu skref í ljósmyndun og finnst ég í raun ekkert kunna. En það þýðir ekkert að vera hræddur og hlífa sér alltaf, bara takast á við nýjar áskoranir. Held að það sé ótrúlega mikilvægt, ef maður vill vaxa sem manneskja. Sama dag og ljósmyndahittingurinn er ætlum við ca.15 stelpur héðan af Kjammanum að fara saman út að borða í Malmö. Hlakka rosa til.

Vanda sem fer út fyrir the comfort-zone

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Með margt á prjónunum… at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: