Eplakaka með möndlu og hafra „teppi“

september 4, 2010 § Færðu inn athugasemd

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af „smulpaj“ með eplum. Sem er í raun bara hveiti, sykur og smjör hrært saman og mulið yfir eplabita. Í gær prófaði ég að búa til hollari útgáfu af svona paj. Niðurstaðan var þessi og slóg í gegn á þessu heimili. Katrín spurði mig í morgun hvort ég gæti ekki gert svona fyrir afmælið hennar. Magnið sem ég notaði er um það bil, bara að prófa sig áfram. Deigið á að detta í sundur, en samt vera soldið blautt (ef það skilst).

3 skræld epli skorin í báta eða minni bita og sett í mót

Kanil stráð yfir

„Teppið“

50 gr smjör

50 gr kókosfeiti

100 gr hakkaðar möndlur

1/2 dl muskvado/púðursykur/hrásykur

3 dl Hafrar

1 dl bókhveiti

Bragðbætt með kanil og engiferdufti.

Ég hrærði fyrst saman smjör, kókosfeiti og sykurinn svo skellti ég restinni útí. Gott að hræra í vél með K-stykki.

Bakaði í miðjum ofninum á ca.200° þar til að það er orðið stökkt ofan á.

Ég bar þetta fram með jógúrti með muldum kardimummukjörnum, og ís, þannig að gestirnir gátu valið 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Eplakaka með möndlu og hafra „teppi“ at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: