Linsubaunasalat með kóríander ofl.

september 6, 2010 § Færðu inn athugasemd

Ég er að rembast við að byrja hlaupa. Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ég geti bara ekki hlaupið. Ég hef verið með asthma og liðargigt síðan ég var barn og notaði það kannski soldið eins og afsökun. Um leið og ég varð móð eða fékk illt í hnén, gafst ég upp. En mig hefur alltaf langað að hlaupa, hef dáðst að fólki sem hleypur. Þannig að núna er ég staðráðin í að læra hlaupa. Komin með asthmalyf og bara fín í liðunum, þannig engin afsökun. Búin að fara út og hlaupa 5 sinnum núna á síðustu tveimur vikum og er stax farin að sjá árángur. Fyrsta skiptið sem ég fór, fór ég rúma 2 km og var bara fullt þreytt. En í dag fór ég tæpa 4 km og fannst ég alveg geta meir. Þannig að það er rétt sem allir segja að þetta gerist hratt í byrun. Ég tek pústið áður en ég legg af stað og hef það svo með mér, en í dag þurfti ég ekkert að nota það. Meira öryggisatriði að hafa það með. Þannig aldrei að vita nema ég geti lært að hlaupa.

En þegar ég kom heim langaði mig í e-h holt og gott og prófaði að búa til linsubauna salat og blandaði við ýmislegt sem ég átti. Salatið ætti að vera fullt af prótínum og góðum olíum:

1 dós/pakki linsubaunir

1 stórt vel þroskað avokadó

10 litla tómata (kissuberja eða plómu)

1 stór rifin gulrót

Ferskur kóriander (setja bara nógu mikið)

Helli smá balsamico og ólífuolíu yfir

Krydda með chilliflögum og smá salti

Sker avokadó og tómata í soldið stóra bita.Vildi svo heppilega til að ég átti allt lífrænt ræktað.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Linsubaunasalat með kóríander ofl. at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: