Banana-bláberja þeytingur með haframjólk

september 15, 2010 § Færðu inn athugasemd

Ég er hrifin af því að búa mér til þeytinga. Krökkunum finnst ótrúlega spennandi að fá að hjálpa til við að búa til þeytinga. Með smá leiðsögn geta þau gert þeytinginn sjálf. Sett hráefnið í dallinn og kveit á, ekki flókið 🙂 Þeytingar eru líka góð leið til að koma fullt af vítamínum í þau. Í morgun bjuggum við Katrín til banana-bláberja þeyting með haframjólk. Mjólkurvörur fara ekkert voðalega vel í mig, þannig að ég nota frekar haframjólk þegar ég get. Í þeytinginn settum við:

2 stóra þroskaða banana

1 dl frosin bláber

5 dl haframjólk (setja bara smá í einu þar til að áferðin er eins og þið viljið)

1 tsk kanill

Ég bragðbæti oft með kanil, finnst hann ferlega góður en svo hefur líka verið sýnt fram á að hann geti haft góð áhrif á heilsuna. Dregið úr blóðsykri, minkað kólesterol, mætt meltingu o.fl. (sjá t.d. Heilsubankinn).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Banana-bláberja þeytingur með haframjólk at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: