Hóphlaup í Lundi

september 20, 2010 § Færðu inn athugasemd

Þar sem að ég hef sett mér ákveðin hlaupa-markmið fyrir áramótin, ákvað ég að taka þetta aðeins fastari tökum. Ég ákvað því dag að vera með í hlaupahóp sem nokkrar íslenskar stelpur erum með hérna í Lundi, ýmist hér á Kjammanum og í Annehem. Þær hlaupa saman tvisvar í viku, mislangt og blanda svo inní smá sprettum og æfingum. Í kvöld fór ég á mína fyrstu æfingu með þeim. Samtals fórum við 3 km leið. Eftir rúmlega hálfa leiðina, sprettum við aðeins og svo stoppuðum við og gerðum æfingar og spretthlaup. Þessi æfing tók ótrúlega mikið á og bara eftir upphitunar hlaupið (1.6 km) var ég farin að eiga soldið erfitt með öndun. Ástæðan er sennilega sú að við hlupum mun hraðar en ég hef gert áður, á ca.5,4 min/km. Þetta var skemmtileg stund með flottum stelpum og ekki skemmdi fyrir að ég keypti nýja hlaupaskó í dag. Gaman að kynnast líka fólki út fyrir Kjammann. Ég á pottþétt eftir að finna vel fyrir þessari æfingu á morgun og ætla pottþétt að halda áfram að hlaupa með þessum hóp.

Samkvæmt hlaupaúri Þóreyar var hlupum við 3.8 km. Gott að hafa þetta skráð 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hóphlaup í Lundi at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: