Klaufaskapur og smá kvart

september 28, 2010 § Færðu inn athugasemd

Þriðjudagar eru soldið uppáhaldsdagar. Á þriðjudögum förum við átta íslenskar stelpur saman og spilum badminton. Metnaðurinn er misjafn milli skipta, en það er alltaf jafn gaman. Þegar ég var að byrja spila með þeim átti ég þó nokkuð mörg klaufaskapsmóment. Ég klessti á súluna fyrir aftan völlinn, hljóp á netið, fékk fluguna í vörina þannig að ég leit út eins og ég væri nýkomin úr silikon og fleira samspilurum minu til skemmtunar. Þó það hafi dregið aðeins úr þessum klaufaskap mínum, á ég ennþá mínar studnir. Í kvöld tók ég mig til og flengdi hana Söndru almennilega með spaðanum. Sandra var ekkert stórslösuð, en mikið væri gott ef ég hætti að vera svona mikill klaufi. Þetta verður þreytt til lengdar :/ Sérstaklega í ljósi þess að ég er ekki bara klaufi í babba, ég flýg reglulega á hausinn á hjólinu mínu og ef það er hálka þá dett ég.

Fyrir utan klaufaskapinn er heilsan að hrjá mig. Þurr og leiðinlegur hósti sem heldur mér vakandi á nóttunni. Þannig að það hefur verið lítið um hlaup síðastliðna viku. Ef það verður e-h um svefn í nótt stefni ég á hlaupabrettið í fyrramálið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Klaufaskapur og smá kvart at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: