Íslandsheimsókn

október 7, 2010 § Færðu inn athugasemd

Er heima á Íslandinu í stuttri heimsókn. Aðalega til að hitta Diljáina mína. Um leið og ég sá hana, áttaði ég mig á því hvað ég er búin að sakna hennar. Þrír og hálfur mánuður án stelpunnar sinnar, er aðeins of langur tími. Litla stelpna mín er bara allt annað en lítil, hún er að nálgast 1.70 cm á hæð og er bara að breytast í glæsilega konu. Ótrúlegt að ég skuli eiga svona stóra stelpu, finnst ég bara vera unglingur (þó að hún minni mig reglulega á að ég sé nú ekkert unglingur lengur). Ég fór og hitti kennarann hennar og hitti þá nokkra af samnemendum hennar. Þar var einn sem sprakk úr hlátir og kallaði til okkar „Vá, Alex þú ert miklu stærri en mamma þín“.

Á leiðinni til Íslands stoppaði ég eina nótt í Kaupmannahöfn, þar sem við Jenna og Ásta fórum út að borða saman. Gott að hitta stelpurnar. Þegar ég flutti til Lund hélt ég að ég myndi fara mun oftar yfir brúnna og hitta þær, en það hefur ekki orðið, því miður. Í fluginu heim hitti ég Sean, sem var á leið til Rvk ásamt Ashley og Pablo Francisco að halda sýningu á Broadway. Sean bauð mér að koma á sýninguna þeirra. Ég þáði það og bauð „unglingunum mínum“, Júlíu, Stebba og Diljá með mér. Þegar við fórum hafði ég ekki hugmynd um hvað ég var að fara á, en þetta var frábær sýning. Ef hlátur lengir lífið, lengdi ég pottþétt mitt þetta kvöldið! Ég tók nokkrar myndir af þeim. Var reyndar með leiðinlega linsu og náði því ekki alveg því sem ég vildi ná. Hér er ein mynd af Sean, fleiri myndir á flickr.

Á mánudeginum kíkti ég í sushi á Sushi Train, með henni Erlu minni. Við fórum svo með Agnesi á mótmælin. Tók slatta af myndum sem ég er að setja inn á flickr. Andrúmsloftið á mótmælunum var rosalegt og eins og Erla sagði, maður verður bara sorgmætur yfir því að þetta skuli vera orðið svona. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Íslandsheimsókn at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: