Rauð linsubaunasúpa með brauði

október 13, 2010 § Færðu inn athugasemd

Var ekki alveg að standa mig í myndatökunni og flassnotkun, en skelli samt mynd með.

Fyrir rúmlega sex árum prófaði ég þessa uppskrift í fyrsta skiptið. Síðan þá hefur hún reglulega verið í matinn hjá okkur. Hún er frekar einföld og alveg óhætt að prófa sig soldið áfram með hana. Setja sætar karföflur, meira af kartöflum, eða linsum. Á okkar heimili er brauðið með alveg ómissandi. Sleppi reyndar tómatplöndunni á nokkur brauð fyrir krakkana. Rauðar linsubaunir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vegna þess að þær þurfa ekki að liggja lengi í bleyti. Ég er ekki sú skipulagðasta og man sjaldan eftir því að leggja baunir í bleyti löngu áður en ég ætla borða. Mér finnst duga að leggja rauðar linsubaunir í bleyti í tæpar 20 min. Þegar ég elda þennan rétt byrja ég á því að leggja þær í bleyti, svo þegar ég er búin að skera og steikja grænmetið og laukinn eru þær tilbúnar.

Rauð linsubaunasúpa:

2-3 dl rauðar linsubaunir
2 kartöflur
2 gulrætur
1-2 gulir laukar
1 msk tómatpúrre
1 tsk sambal oelek (chilli mauk)
1 grænmetisteningur
1 líter vatn
salt og pipar

Leggið linsubaunirnar í bleyti. Skerið kartöflur, lauk og gulrætur í teninga, steikið upp úr kókosfeiti. Bætið við tómatpúrre og sabal oelek. Hellið vatninu af linsubaununum og bætið þeim út í pottinn. Bætið vatni og grænmetiðtening út í. Saltið og piprið eftir þörfum. Látið sjóða í amk 15 min. Gott að nota

Brauð með hvítlaukstómötum

2-3 tómatar
1-2 hvítlauksgeiri
2 msk hökkuð fersk basilika
1 msk ólífuolía
salt og pipar

Gróft baguett og philadelphíaostur

Skerið tómatana í teninga, bætið pressuð hvítlauk, basiliku, ólífuolíu, salt og pipar út á. Best er að gera hvítlaukstómatana á undan öllu hinu og láta það svo standa á meðan súpan er elduð.Skerið brauðið í sneiðar, gott að skera það á ská til að fá stærri sneiðar. Smyrjið vel af philadelphiaostinum á hverja sneið og raðið brauðunum á ofngrind. Setjið smá af hvítlaukstómötunum á hverja sneið. Setjið brauðin í ofnin á 220 gráður í ca.10min. Gott er að setja grillið síðustu mínúturnar. Passa bara að það brenni ekki.

Það á að vera soldið eftir af hvítlaukstómötunum sem gott er að setja út á súpuna ásamt smá sýrðum rjóma eða tyrkneskri jógúrt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Rauð linsubaunasúpa með brauði at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: