Hlaupaúr eða kannski bara iphone

nóvember 5, 2010 § Færðu inn athugasemd

Undanfarið hef ég átt aðeins erfiðara með að hlaupa, alltaf sprungin þrátt fyrir að vera bara að hlaupa 3-5 km. Fór því að skoða aðeins tímana hjá mér og sá að ég var bara búin að auka hraðann of mikið, eða öllu heldur meira en ég ræð við.

Ég ákvað því að fara bara hægt í dag og passa að öndunin væri alltaf í lagi. Því um leið og ég verð of móð spring ég, tekst ekki að jafna mig, þó að ég hægi aftur á. Við Birkir lögðum af stað með því markmiði að hlaupa 6 km. Þegar við komum út var frekar mikill vindur og rigning. Finnst frábært að hlaupa í rigningu, bara hressandi, en vindur. Nei, takk!

Við breyttum því leiðinni eftir veðri. Við enduðum með að hlaupa mun lengra en við höfðum ætlað okkur. Vorum nokkuð viss um að við hefðum farið 10 km og vorum bara nokkuð sátt þegar við stoppuðum. Tíminn var reyndar aðeins of stuttur til að við hefðum farið 10 km, en við vildum samt bara trúa því. Þegar við komum svo inn og mældum leiðina, var hún 9.1 km. Það er fín vegalengd, en alls ekki 10 km. Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum verið með hlaupaúr. Ef ég hefði vitað að við ættum svona stutt eftir í 10 km, hefði ég hlaupið áfram. Held að það verði ekki hjá því komist, ég þarf að kaupa hlaupaúr… eða kannski bara iphone… nei, nei ég er ekki með neina tækjadellu þetta er bráðnauðsynlegt svo maður lendi ekki í þessu 🙂

Áður en við fórum að hlaupa átti ég stutt en yndislegt samtal við son minn, Ísar Mána:

Ísar: Mamma, ég er svo ánægður þegar þið farið að hlaupa.
Ég: Nú?
Ísar: Ég vil ekki eiga foreldra sem hanga bara í sófanum.

Þetta samtal gladdi mig, því það sýndi hversu jákvæð áhrif þessi hlaup eru að hafa ekki bara á mig, heldur líka fjöldkyldu mína. Bæði Ísar og Katrín hafa fengið að koma með á hjóli, þegar við hlaupum. Þeim finnst alveg jafn spennandi og mér, að sjá hversu langt þau hjóla. Hér er leið dagsins, þessi sem er ekki 10 km.

Birkir bjó til nýjan hlaupa-playlist fyrir mig. Hann var bara nokkuð góður, með mörgum lögum sem mér hefði aldrei dottið í hug að setja á hlaupalista. Eitt af þeim lögum sem mér fannst frábært að hlaupa við, en hefði aldrei sett á listann sjálf, var Borðið þér orma frú Norma. Frábært hlaupalag.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

What’s this?

You are currently reading Hlaupaúr eða kannski bara iphone at Úlfrún.

meta

%d bloggurum líkar þetta: