Iceland Airwaves in CHP

september 22, 2010 § Færðu inn athugasemd

Á föstudaginn fengum við pössun á síðustu stundu og skelltum okkur á upphitun fyrir Iceland Airwaves. Okkur tókst að draga Birnu með okkur og vorum því þrjú sem fórum yfir. Tónleikarnir voru haldnir í glæsilegu húsnæði íslenska sendiráðsins. Tónleikagestirnir voru amk. 95% Íslendingar, þannig að þetta var eins og vera á tónleikum/skemmtistað á Íslandi. Hægt var að kaupa, Malt, Appelsín, íslenskan bjór og annað íslenskt góðgæti á uppsprengdu verði, sem var hverrar krónu virði. Ég fylgdist með einum strák kaupa sér þrjá poka af lakkrísreimum og borða þá alla á met tíma, sennilega verið með heimþrá strákurinn.

Tónleikarnir voru í raun frumraun mín með nýju 7D vélina og hún stóð heldur betur undir væntingum. Ég tók slatta af myndum af tónleikagestum og tónleikunum hjá Dikta og Murder. Ein eða fleir af þeim munu birtast á föstudaginn í næstu útgáfu af Reykjavik Grapevine, ásamt texta frá Birki. Að fara á tónleika, taka myndir og fá borgað fyrir það, er án efa skemmtilegasta aukavinna sem ég hef unnið. Tónleikarnir stóð líka undir væntingum og ég hitti fólk sem ég hef ekki hitt lengi. Ég hlóð inn nokkrum af myndunum á flickr, ef einhver vill kíkja.

Færðu inn athugasemd

What’s this?

You are currently reading Iceland Airwaves in CHP at Úlfrún.

meta