pallih, snilldur og sveinnbirkir í Helsingborg

október 31, 2010 § Færðu inn athugasemd

Smá myndataka

október 31, 2010 § Færðu inn athugasemd

This slideshow requires JavaScript.

Lóa vinkona mín er að kenna yoga og vantaði nokkrar myndir fyrir heimasíðuna sína. Við kíktum því út í fallegu haustveðri og tókum nokkrar myndir. Við völdum ekki alveg réttan tíma dags. Sólin var hátt á lofti sem gerði myndatökuna aðeins erfiðari. Ég náði nokkrum myndum sem ég var sátt við. Ég sá hins vegar fyrir mér að útkoman yrði allt öðruvísi, en þetta var skemmtilegt og góð æfing. Lóa var líka frábært módel og lét ekki kuldann á sig fá. Slóðin á síðuna hennar er yogalund.com

Ef þið eruð í Lundi eða nágrenni mæli ég eindregið með námskeiðunum hennar.

Iceland Airwaves in CHP

september 22, 2010 § Færðu inn athugasemd

Á föstudaginn fengum við pössun á síðustu stundu og skelltum okkur á upphitun fyrir Iceland Airwaves. Okkur tókst að draga Birnu með okkur og vorum því þrjú sem fórum yfir. Tónleikarnir voru haldnir í glæsilegu húsnæði íslenska sendiráðsins. Tónleikagestirnir voru amk. 95% Íslendingar, þannig að þetta var eins og vera á tónleikum/skemmtistað á Íslandi. Hægt var að kaupa, Malt, Appelsín, íslenskan bjór og annað íslenskt góðgæti á uppsprengdu verði, sem var hverrar krónu virði. Ég fylgdist með einum strák kaupa sér þrjá poka af lakkrísreimum og borða þá alla á met tíma, sennilega verið með heimþrá strákurinn.

Tónleikarnir voru í raun frumraun mín með nýju 7D vélina og hún stóð heldur betur undir væntingum. Ég tók slatta af myndum af tónleikagestum og tónleikunum hjá Dikta og Murder. Ein eða fleir af þeim munu birtast á föstudaginn í næstu útgáfu af Reykjavik Grapevine, ásamt texta frá Birki. Að fara á tónleika, taka myndir og fá borgað fyrir það, er án efa skemmtilegasta aukavinna sem ég hef unnið. Tónleikarnir stóð líka undir væntingum og ég hitti fólk sem ég hef ekki hitt lengi. Ég hlóð inn nokkrum af myndunum á flickr, ef einhver vill kíkja.

Lífið kemur stundum skemmtilega á óvart

september 16, 2010 § Færðu inn athugasemd

Í morgun þegar ég vaknaði grunaði mig ekki að ég færi að sofa sem eigandi á nýrri Canon 7D vél… en svo er víst… ég er eigandi af glæsilegri Canon 7D vél.

Nágranni minn keypti þessa vél um daginn en áttaði sig svo fljótt á því að þetta var full flókin vél fyrir það sem hann ætlaði að nota hana í. Hann hefði frekar viljað kaupa sér eins og mína, Canon 550 D. Hann kom því og spurði hvort ég væri ekki til í skipti með smá greiðslu á milli. Júts, ég var sko til í það! Hálftíma síðar var vélin orðin mín.

Nú er þessi þreytti myndavélaeigandi farinn að sofa

Photo-session með Lisu

september 16, 2010 § Færðu inn athugasemd

Lisa

í sumar ákvað ég að nýta mér aðstöðuna í skólanum og bókaði kvöld í studioinu. Lisa stjúpsystir var svo elskuleg að samþykja að vera módelið mitt. Við skemmtum okkur konunglega. Lisa frábært módel og ég gerði fullt af mistökum sem ég endurtek vonandi ekki næst þegar ég kemst í studió. Algjör lúxus að hafa aðgang að svona flottu studiói, sé mest eftir því að hafa ekki notað það meira. Fleiri myndir á flickrinu mínu.

Where Am I?

You are currently browsing the Ljósmyndastúss category at Úlfrún.